Brotnar helgimyndir ríkisstjórnarinnar

Eva JolyÞegar Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins skrifaði sína frægu grein í Morgunblaðið og þrjú erlend blöð á laugardaginn var, braut hún nokkrar helstu helgimyndir ríkisstjórnarflokkanna. Þess vegna urðu til hins sérstæðu og lærdómsríku viðbrögð pólitísks aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Þessi viðbrögð voru enginn vottur um gáleysi, heldur verða þau skýrð með því að ráðgjafinn kom við auman blett hjá ríkisstjórnarflokkunum.

Gleymum því ekki að Eva Joly er stjórnmálamaður; situr á Evrópuþinginu fyrir vinstri grænan flokk og því er ekki sérlega fréttnæmt að hún skrifi um pólitísk álitamál. Það gera einu sinnu stjórnmálamenn án þess að það teljist til tíðinda.

En hún hnýtti maklega í Evrópusambandið sem er óskaplega viðkvæmt á sumum bæjum hér á landi. Við erum nýlega búin að senda ráðherra yfir hafið í hlutverki bréfbera á fund við forsvarsmenn ESB. Þangað vill ríkisstjórnin að leiðin liggi svo það þykir sjáanlega ekki heppilegt að orðinu sé hallað á það sæmdarfólk. ESB hefur hins vegar sýnt okku reðli sitt með hraklegri og harkalegri meðferð á okkur.

Og síðan sjáum við að frændur vorir á Norðurlöndunum hafa klesst sér hraustlega upp að ESB, þar sem Hollendingar og Bretar ráða lögum og lofum. Hið verðmæta norræna samstarf er skyndilega komið í nýtt ljós sem við áttum tæplega von á. Að minnsta kosti ekki Steingrímur J. Sigfússon sem taldi í fyrra að leið okkar út úr vandanum lægi um hlað Norðurlandanna, sem myndu ekki bregðast okkur í nauðum. Inn í þá mynd kemur því grein Evu Joly sem hrein sprenging, þó hún sé ekki að segja annað en það sem blasir við öllum sem það vilja sjá.

En athyglisvert er að fjölmiðlar hafa ekki gert neina tilraun til þess að kanna viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar við grein Evu Joly. Væri þó forvitnilegt að heyra það. Helst frá þeim báðum eða í það minnsta frá öðrum hvorum, forsætisráðherranum , eða helsta talsmanni ríkisstjórnarinnar, sem situr  í fjármálaráðuneytinu.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband