3.11.2009 | 14:10
Tvær greinar um ólíkt efni
Í dag setti ég tvær blaðagreinar af ólíkum toga sem ég hef nýverið skrifað hér inn á heimasíðuna.
Er annars vegar um að ræða grein um vegamál á Vestfjörðum í tilefni af þeim miklu áföngum sem náðust þegar vegagerð var lokið um Ísafjarðardjúp og síðan með veginum um Arnkötludal og Gautsdal. Í greininni rek ég hversu mikilvægir áfangar þetta eru og set þessa baráttu fyrir vegabótum í eðlilegt sögulegt samhengi.
En síðan vík ég að öðru máli, sem er til mikils vansa, en það er hvernig mál hafa þróast á Vestfjarðavegi; vegtengingunni frá Vestur Barðastrandasýslu um Austur brðastrandasýslu að aðalþjóðvegakerfi landsins. Það er skelfilegt og því miður er nýfallinn hæstaréttardómur síst til þess fallinn að vekja með manni aukna bjartsýni.
Hin greinin fjallar um þau viðhorf sem eru uppi þegar við ræðum endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Þar hvet ég til þess að menn fari gætilega. Það sé mikið í húfi og jafnvel mál sem virðast einföld og borðleggjandi séu það ekki þegar betur er að gáð. Þar er ég meðal annars að vísa til þeirrar umfjöllunar sem einatt á sér stað um framsal og kvótaleigu.
Báðar þessar greinar má lesa hér neðar á síðunni. Greinin um sjávarútvegsmálin, sem birtist í Fiskifréttum heitir Vöndum okkur við vandasamt verk. Greinin um vegamálin, sem birtist í Morgunblaðinu, á bb.is og reykholar.is heitir Langþráður draumur rætist.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook