13.11.2009 | 08:40
Hlustum ekki á skapstyggan sérfræðinginnn !
Þegar Mats Josefsson fellir áfellisdóm yfir ríkisstjórninni vegna dæmalauss sleifarlags hennar við endurreisn bankanna, svo ekki sé talað um sparisjóðanna, hefði mátt búast við að ráðherrar tækju það alvarlega. En ekki ríkisstjórnin okkar. Er Josepsson þó sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki, enda sérfróður á þessu sviði.
Fjármálaráðherra kom í sjónvarpsfréttir í gær og hvað hafði hann um málið að segja? - Jú, þetta.
"Það hefur nú hvinið í Mats vini okkar áður".
Sem sagt. Boðskapur ríkisstjórnarinnar er þá þessi: Það er lítið að marka þennan útlenska sérfræðing. Þó eitthvað hvíni í tálknum hans, þá erum við vön því í ríkisstjórninni og kippum okkur ekki upp við gagnrýnina.
Þannig er sérfræðingurinn einfaldlega veginn og léttvægur fundinn. Þau eru klárari í þessu hún Jóhanna og hann Steingrímur og hlusta ekki á nein ráð eða gagnrýni, passi hún ekki við hagsmuni þeirra heilagleika. Enda gefið kurteislega í skyn að sá útlenski sérfræðingur kunni lítt skap sitt að stilla - það hafi hvinið í honum áður - og engin ástæða til að láta sér bregða þó það gerist líka núna.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook