Víst er fyrningarleiðin vond

Sjógangur í höfninniEkki er alveg gott að átta sig á því hvað efnahags- og viðskiptaráðherra á við þegar hann segir að sjávarútvegur verði hér blómlegur þrátt fyrir fyrningarleið. Því hélt hann fram á Alþingi í dag og eins og lesa má um í frásögn hér.

Afkoma sjávarútvegsins ræðst ekki bara af aflaheimildunum, heldur ekki síður því fyrirkomulagi sem ríkir við fiskveiðistjórnina, hvort stjórnvöld auki á óvissu og hvort upp verði sett kerfi sem setji fiskveiðihlutdeildarkerfið í uppnám. Óvissan er kostnaður í öllum rekstri og við vitum að sú óvissa sem stjórnvöld hafa búið til í kring um sjávarútveginn er farið að skaða greinina og þær atvinnugreinar sem eiga við hann mest samskipti.

Sú hugmynd að rýra tekjumöguleika sjávarútvegsfyrirtækja en láta þau sitja eftir með skuldirnar er í sjálfu sér ótrúleg, en alveg sérstaklega óskiljanleg núna þegar starfsumhverfi atvinnulífsins er svo erfitt sem nú. Lækkun gengis hefur sannarlega bætt tekjuhlið útflutningsgreinanna og þar með talið sjávarútvegsins. En hrun fjármálakerfisins hefur laskað þau fyrirtæki eins og önnur, þó örugglega sé það rétt hjá efnahags og viðskiptaráðherra að bankarnir meti sjávarútvegsfyrirtækin almennt lífvænleg vegna þess að innlendar tekjur hans aukast með lægra gengi.

Þegar hefur verið sýnt fram á skaðsemi fyrningarleiðarinnar með óyggjandi hætti. Þar er nærtækast að vitna í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og Touche.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband