Forherðing ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Jóhönnu SigurðardótturSennilega eru forystumenn ríkisstjórnarinnar ónæmir fyrir hugmyndum um aðrar leiðir í skattamálum, en þeim sem þau ætla að demba á þjóðina varnarlausa. Viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar benda til þess að þau séu algjörleg forstokkuð í þeirri ætlan sinni sem birtist skattatillögum þeirra.

Ríkisstjórnin skellir skollaeyrum við öðrum tillögum og afgreiðir þær út af borði sínu umhugsunarlaust. Nýjir kostir í skattamálum fást ekki almennilega ræddir. Ríkisstjórnin er svo innhverf að hún hlustar helst á sjálfa sig og forherðist bara þegar að fram eru réttir aðrir möguleikar.

Forsætisráðherranum verður það helst til ráða að ræða um tillögur ungra sjálfstæðismanna. Ráðherrann sneiðir á hinn bóginn hjá því að taka til umræðu þær útfærðu hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram. Þetta er átakanlegt og segir okkur hvílík eymdarbú ríkisstjórnin er orðin.

Af hverjur ræðir hún ekki það sem fyrir liggur í þjóðmálaumræðunni? Af hverjur tekst hún ekki á við það í málefnalegri umræðu sem aðrir flokkar hafa lagt fram. Getur hún það ekki? Vill hún það ekki? Þorir hún það ekki? Eða telur hún sig komast undan umræðunni með því að beina athyglinni að öðru eins og fyrri daginn.

Stjórnin er einangruð í forstokkun sinni og algjörlega ónæm fyrir því að takast á við umræðu um þá valkosti sem eru til staðar nú í þjóðmálaumræðunni. Það er ekki að furða þó að sérfræðingar hennar á borð við Mats Josefsson hneykslist yfir forystuleysinu og verkleysinu. Þau orð hans staðfesta það sem blasir við öllum, nema þeim sem sitja við ríkisstjórnarborðið í Stjórnarráðinu tvisvar í viku. Ríkisstjórnin er forstokkuð og ónæm fyrir nýjum hugmyndum




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband