Tveir skýrir kostir forsetans

Ólafur RagnarÓlafur Ragnar Grímsson forseti Íslands stendur frammi fyrir tveimur skýrum og afdráttarlausum kostum í Icesavemálinu.

Hinn fyrri er sá ađ fylgja eigin stefnumótun frá árinu 2004 og synja lagasetningunni frá 30 desember stađfestingar. Ţar međ vćri hann einnig ađ breyta í samrćmi viđ rökstuđning sinn frá ţví í haust er hann stađfesti lagasetninguna međ sérstakri skírkotun til fyrirvaranna sem Alţingi setti gagnvart ríkisábyrgđ á Icesaveinnlánunum.

Hinn síđari er ađ éta ofan í sig fyrri skođanir og stađfesta lögin međ undirskrift sinni. Burtséđ frá rökstuđningi fyrir slíku myndi óhjákvćmilega vakna upp sú ábending sem Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafrćđiprófessor setti fram í útvarpinu í gćr: Í fréttum Ríkisútvarpsins segir prófessorinn:

"Skrifi hann ekki undir standi hann uppi vinalaus í hinu pólitíska landslagi á Íslandi. Stór hluti ţeirra sem vilja ađ forsetinn neiti ađ stađfesta lögin eru litlir vinir hans en ţeir sem treysta á ađ hann skrifi undir eru frekar pólitískir félagar."

Ţarna er veriđ ađ vísa til ţess ađ forseti kunni ađ hugleiđa stöđu sína í eins konar Machiavellísku ljósi, ţar sem pólitísk fortíđ hans er ráđandi.

Um ţetta er ekki annađ hćgt ađ. segja, en ţađ sem sálmaskáldiđ af Hvalfjarđarströndinn, Hallgrímur Pétursson orti í einum Passíusálminum:

"Vinnur ţađ ţó fyrir vinskap manns

ađ víkja af götu sannleikans."




« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband