Ríkisstjórnin er læst inni

Staða órólegu deildarinnar innan VG hefur styrkst eftir síðustu atburði. Það er allt rétt sem sagt hefur verið um alvöru þess að stjórnarliðar styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar. En ákvörðun þremenninganna um að styðja ekki fjárlagafrumvarpið hefur sýnt og sannað hversu ríkisstjórnin stendur veikum fótum.

Engin ástæða er þó til þess að spá endalokum hennar. Hún tórir ábyggilega eitthvað lengur. En hún er rækilega löskuð og svigrúm hennar til ákvarðana verður miklu minna.Vinstri grænir

Eitt dæmi kemur til dæmis umsvifalaust upp í hugann.

Ríkisstjórnin hefur áformað að fækka ráðuneytum. Steypa saman sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðararráðuneyti, gelda það ráðuneyti síðan og setja ein helstu viðfangsefni þess undir nýtt og öflugra umhverfisráðuneyti. Í þvi sambandi verður uppstokkun á ráðherraskipan og þá eru stólar núverandi ráðherra í hinum sameinuðu ráðuneytum orðnir valtir.

Slíkar tilfæringar gætu orðið til þess að fjölga hinum óbundnu og órólegu, þeim sem utan ríkisstjórnar eru. Þá gæti nú farið að færast fjör í leikinn. Auðvitað gera forystumenn ríkisstjórnarinnar sér grein fyrir þessu og þetta er ein ástæða þess að tafir eru á uppstokkun Stjórnarráðsins. Þeir ráða ofureinfaldlega ekki við málið; hafa ekki á því vald.

Ákvörðun þeirra þriggja úr VG, sem neituðu að styðja ríkisstjórnina í fjárlagafgreiðslunni, sýna svart á hvítu hvar valdatakmörkin liggja. Hér eftir er ljóst að engin meiriháttar mál verða til lykta leidd, nema að spyrja órólegu deildina fyrst. Hún er á góðri leið með að skapa sér neitunarvald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband