Sitthvað um bókarýni

Jakob F. Ásgeirsson ristjóra hins ágæta tímarits Þjóðmála bað mig um daginn að skrifa ritdóm um bókina Árni Matt, sem þeir Árni og Þórhallur Jósefsson fréttamaður ( nú fyrrverandi fréttamaður) skrifuðu. Þetta fannst molahöfundi í Fréttablaðinu skrýtið. Mér datt hins vegar aldrei annað í hug en að tilefni þess að ég var beðinn hafi verið það að ég stóð nærri vettvangi. Það hafi einmitt verið tilefni þess að til mín var leitað. Lesendum var líka vel ljós hvar ég stóð; samverkamaður Árna til margra ára og eflaust hafa skrif mín verið lesin í gegn slík gleraugu.

Athugasemdunum úr Fréttablaðinu  svarar Björn Bjarnason vel á síðu sinn 21. desember sl.. Hann segir þar:

" Í húskarlahorni Fréttablaðsins er fundið að því í dag, að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður, skrifi um viðtalsbók Þórhalls Jakobssonar við Árna M. Mathiesen í tímaritið Þjóðmál. Er látið að því liggja að ekki sé að marka dóm Einars K. af því að hann hafi setið í ríkisstjórn með Árna. Þetta er fráleit skoðun. Það gefur umsögn Einars K. einmitt sérstakt gildi að hann þekkir ekki síður til þeirra mála sem um er fjallað en Árni."

En svo að öðrum bókadómi. Páll Baldvin Baldvinsson, einn af áhrifamestu menningarkrítikerum samtímans skrifar bókadóm um nýjasta  stórvirki Þórs Whitehead prófessors í sagnfræði, bók hans Sovét-Ísland. Í skrifum Páls getur skrýtið að líta. Hann gerir pólitísk viðhorf Þórs tortryggileg og gengisfellir bók hans á þeim grundvelli.

Þetta er ekki mjög uppbyggileg gagnrýni. Svona álíka málefnaleg og ef svarið við grein Páls sé að segja að ekkert sé að marka hann sjálfan. Innvígðan vinstri mann til margra áratuga. Og draga svo þá ályktun að allt sem hann skrifi um og ræði eigi menn að skoða í ljósi þessa.

Skrif Þórs Whitehead verðskulda málefnalega umfjöllun. Hennar hefði mátt vænta frá svo þjálfuðum krítíker sem Páll Baldvin sannarlega er. En svona er það. Hér á það við hið fornkveðna. Skýst þó skýr sé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband