Stjórnarstefnan er ígildi heimsstyrjaldar

Það þarf engan að undra þó seint gangi með viðreisn efnahags og atvinnulífs. Við blasir að stefna stjórnvalda vinnur beinlínis gegn því að við réttum úr kútnum. Nú dugar ekki lengur að vísa í hrunið. Ríkisstjórnin hefur setið í tæp tvö ár og haft næg tækifæri. Hún hefur ekki einasta látið þau fara framhjá sér. Ríkisstjórnin stritar alla daga við að koma í veg fyrir endurreisnina. Stjórnarstefnan er vandamálið, eins og ég skrifaði um í grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag og HÉR MÁ LESA UM.Kaupmáttur eykst

1. Það ríkir póltísk óvíssa í landinu. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þess vegna þora fyrirtæki ekki að fjárfesta.

2. Ríkisstjórnin hefur breytt skattareglum þannig að það veldur kostnaðarauka og eykur flækjustig.

3. Mörg þúsund fyrirtæki eru með sín mál óleyst í bönkum og fjármálastofnunum. Þau fyrirtæki hreyfa sig því ekkert. Lánin eru fryst, en ekki er vitað hvort fyrirtækin lifa eða deyja. Við þær aðstæður fjárfesta þau ekki. Þau hvorki vilja það né geta. Eða hvers vegna ættu stjórnendur þeirra að leggja í fjárskuldbindingar sem fjárfestingum fylgja þegar þeir vit hvorki hvort fyrirtækin lifi, né hvort þau verði í höndum núverandi eigenda og stjórnenda.

4. Ríkisstjórnin hefur komið í veg fyrir fjárfestingu í stóriðju. Ekki bara í áliðnaði, heldur gagnvaerum og öllu því sem lýtur að orkunýtingu.

5. Óvissan í sjávarútvegi kemur í veg fyrir að fyrirtækin í þessari undirstöðuatvinnugrein okkar hreyfi sig, til eins eða neins. Stefnan í sjávarútvegi er þess vegna hrein eyðileggingarstefna.

6. Þegar svo er komið að hvorug þessara stærstu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs eða stóriðju,  geta eða mega fjárfesta,  er ekki við því að búast að líf kvikni í hagkerfinu.

Þess vegna er fjárfesting í sögulegu lágmarki. Þess vegna er fjárfesting hér á landi svipuð og hún var þegar í heiminum  var heimsstyrjöld, líkt og Seðlabankinn hefur bent á. Þess vegna er stjórnarstefnan  ígildi heimsstyrjaldar, þegar kemur að fjárfestingu og atvinnulífi.

Og svo láta stjórnvöld eins og landið sé að rísa og batinn handan við hornið. Þvílík firring!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband