Of hátt veiðigjald stuðlar að samþjöpppun í sjávarútvegi

Það hefur ekki vakið mikla athygli að veiðigjald í sjávarútvegi mun hækka mikið á næsta fiskveiðiári. Það var á síðasta fiskveiðiári 3 milljarðar, hækkaði um 50 prósnet  á þessu fiskveiðiári og er nú 4,5 milljarður. Á næsta fiskveiðiári á það að tvöfaldast, hækka um 100 prósent og verður þá 9,1 milljarður króna. Á þessum árum mun það því hækka þrefalt.

Í höfn Í höfn

Þannig hefst grein sem ég skrifaði í Fiskifréttir, sl. fimmtudag.

Í greininni segir ennfremur:

Afleiðingarnar verða augljósar. Fyrirtækjunum mun fækka. Samþjöppunin eykst og í einhverjum tilvikum  mun útgerð á tilteknum sviðum hreinlega leggjast af. Við getum til dæmis velt því fyrir okkur hvort auðlindagjaldtaka sem svarar til 27% af heildarfamlegðinni verði rækjuútgerð sem er með laka framlegð eiga einhverja möguleika.

Afleiðingarnar geta orðið skelfilegar fyrir einstöku útgerðarform og valdið uppnámi  í einstökum sjávarbyggðum. Þetta mun síðan auðvitað jafnframt leiða til þess að fjárfestingar í sjávarútvegi minnka, þrýstingur á aðhald í launamálum eykst og möguleikar fyrirtækjanna til þess að taka þátt í samfélagsverkefnum í nær umhverfinu snar minnka.

Og pólitísku spurningarnar hljóta að hrannast upp. Þegar það fer að blasa við að fyrirtækjunum fer fækkandi, samþjöppunin eykst, fyrirtækin stækka og svo framvegis mun örugglega koma fram krafa um að bregðast við með einhverjum hætti. Þá fara á stjá hugmyndir um sérúthlutanir til þess að opna mönnum aftur leið inn í sjávarútveginn, sem hins vegar stuðlar að verri afkomu og minni arðsemi.

Greinin hefur nú verið birt hér á heimasíðunni í dálkinum Greinar/Ræður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband