Albaníu - aðferðin notuð

  

 

Þegar Samtök atvinnulífsins gefa út yfirlýsingu og segja frá því að ríkisstjórnin hafi svikið hér um bil öll fyrirheit sem hún gaf þeim og launþegum, eru þau að sinna skyldu sinni. Ef þau hefðu ekki gert það, mætti með sanni segja að þau væru að bregðast skyldu sinni.

En Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýtur málið öðrum augum. Hún telur þetta til marks um að SA sé í stjórnarandstöðu. Reynir sem sagt að gera atvinnulífið tortryggilegt, til þess að bjarga sér og ríkisstjórninni úr stöðu sem svikin hafa sett hana í.

Athyglisvert er að ekki gerð alvöru tilraun til þess að mótmæla efnislega athugasemdum SA. Þess í stað er farið í gamalt far og þess freistað að gera samtökin tortryggileg; ekki málefnin sem þau eru að ræða um.

Hitt er svo líka umhugsunarefni að forsætisráðherra ræðst á Samtök atvinnulífsins. En í engu er vikið að málflutningi verkalýðshreyfingarinnar, sem mjög hafa gagnrýnt  framgöngu ríkisstjórnarinnar.

ASI 

Á heimasíðu ASÍ er gerð grein fyrir umræðum sem fóru fram á formannafundi samtakanna og vísað í fyrstu til orða Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, sem annars er seinþreyttur til vandræða þegar stjórnvöld eiga í hlut. Þar segir orðrétt:

„Það kom hins vegar fram í máli Gylfa að sérstakt áhyggjuefni væri það sem snýr að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem var gerð í tengslum við kjarasamningana. Þar hallar verulega á stjórnvöld og vissulega tilefni til að segja upp kjarasamningum að mati forseta ASÍ. Ber þar hæst svik um að hækkun bóta almannatrygginga og atvinnuleysisbóta verði í takt við launahækkanir 1. febrúar nk. og skattlagningu á lífeyrissjóði á almennum markaði sem þýðir að óbreyttu skerðingu lífeyris félagsmanna ASÍ.

Það er ljóst að verkalýðshreyfingin verður að fara í viðræður við ríkisstjórnina á næstu tveimur vikum og fá skýr svör við ýmsum spurningum. Í ræðum allra þeirra sem tóku til máls á fundinum kom fram mikil gremja í garð ríkisstjórnarinnar enda hafa menn ekki gleymt svikum hennar í tengslum við Stöðugleikasáttmálann 2009. Að upplifa viðlíka vanefndir og þá, var fundarmönnum mikil vonbrigði.“

Og einstök samtök launamanna eru farin að krefjast þess að samningum verði sagt upp, eins og hér má sjá í samþykkt AFL Starfsgreinafélags.

En forsætisráðherra notar Albaníu aðferðina. Skammar SA, þegar hún vill gagnrýna ASÍ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband