Slegið á fingur Valgerðar og Álfheiðar

 

Forysta stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingi, þær Valgerður Bjarnadóttir og Álfheiður Ingadóttir, verða seint sakaðar um lagni þegar kemur að stjórnmálum. Ætlun þeirra var sú að vaða fram með stjórnarskrárfrumvarpið, áður en umsagnir hefðu borist frá þingnefndum, sem þó höfðu málið til umfjöllunar. Þeirra hugmynd var líka sú að keyra málið inn í þingið og afgreiða áður en Feneyjanefndin skilaði einu sinni  bráðabirgðaáliti sínu, hvað þá auðvitað hinu endanlega áliti.

220PX-~1

Þetta fannst þeim algjörlega eðlilegt og sjálfsagt. Það fannst þeim líka hinum tryggu bandamönnum ríkisstjórnarinnar á Alþingi, þingmönnum Hreyfingarinnar og Bjartrar framtíðar. Þetta er vel skjalfest í ótal viðtölum fjölmiðla við þessa þingmenn og þjóðin varð vitni að.

En svo varð skyndileg stefnubreyting.  Þó fyrrgreindum þingmönnum þætti ekkert athugavert við vinnubrögð sín, þá reyndist það  að lokum ekki mat annarra flokksfélaga þeirra. Klókari og reyndari þingmönnum varð það ljóst að þetta þyldi ekki vel dagsljósið, svo einhver tók það að sér að slá á putta þingkvennanna tveggja.  Á einu augabragði tók málið 180 gráðu beygju. Hætt var við að afgreiða málið. Þess í stað var beðið eftir umsögnunum sem augljóst var öllum að þyrfti að gera.

Þetta hafði ekkert með efnismeðferð málsins að gera. Þetta var bara taktískt klókindabragð, í þeirri von að málið liti betur út.

Þó það væri Álfheiði  Ingadóttur og Valgerði Bjarnadóttur óskiljanlegt, þá sáu það flestir aðrir, að ekki væri það gott fyrir umræðuna um málið, að það væri afgreitt án þess að menn þættust hafa numið eitthvað úr umsögnum þingnefndanna. Þess vegna varð það niðurstaðan að menn gerðu sér það að minnsta kosti upp að hafa eitthvað litið á það sem aðrar þingnefndir hefðu um málið að segja.

Það leit nefnilega  ekki vel út að hundsa þessi álit, svo öllum væri ljóst. Nóg væri að allir sæi að varnaðarorð sérfræðinga væru hundsuð. Það þurfti því að breyta texta leikritsins.

Auðvitað  er þetta ekkert nema leikrit. Umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndarnefndar um umsagnir þingnefnda er í skötulíki.

images Þó siglt hafii verið á síkjum Feneyja til fundar við nefndina, á ekki einu sinni að bíða eftir bráðabirgðaálit hennar, hvað þá auðvitað endanlegu áliti.

 Sýnilega á ekki einu sinni að bíða eftir bráðabirgðaáliti Feneyjarnefndarinnar. Endanlegt álit þessarar nefndar á ekki að líta dagsins ljós fyrr en í mars, þegar Alþingi verður ekki lengur að störfum!!

Hafði þó Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar siglt á síkjum Feneyja til fundar við nefndina, enda var í upphafi  mikið látið með þýðingu þess að leita álits hennar.

 Þetta er auðvitað alveg ömurlegt allt saman. Ekkert  er gert með álit sérfræðinga. Ekki átti að gera einu sinni sýndartilraun til þess að meta álit fagsnefnda á Alþingi. Feneyjarnefndinni er bara réttur fingur upp í loftið og stjórnarskráin er orðin að leiksoppi í höndum fólks sem greinilega stendur á sama um öll viðvörunarorð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband