Munu huldufyrirtæki eignast bankana?

 

Kannast einhver við þessi fyrirtæki:

Brulington loan management í Bretlandi, CCP Credit Acquisition Holdings Luxco, S.A.R.L. í Bandaríkjunum, Silver Point Luxemburg Platform Sarl í Bandaríkjunum, Silver Point Luxemburg Platform Sarl í Luxebourg, Thingvellir S.a.r. Bretlandi, eða kannski Owl Creek Investments I, LLC, í Bandaríkjunum.

Svo má líka spyrja um Hillcrest Investors á Írlandi, Perry Luxco í Luxembourg, TCA Oppoortunity Investments í Luxembourg.

bigstock_Falling_Money_669153 Hverjir munu eignast "íslensku" bankana? Við þekkjum nöfn þeirra. En hver eru þau í raun og veru, hvað gera þau, hvert stefna þau með rekstur bankana? Það vitum við ekki.

Það kæmi ekki á óvart þó svarið við spurningunum sé neikvætt. En til fróðleiks skal þá þess getið að þetta eru fyrirtækin sem verða væntanlega  í hópi stærstu eigenda Arion banka og Íslandsbanka. Þetta eru fyrirtækin sem eiga skuldabréfin á Kaupþing banka og Glitni og munu því að öllum líkindum verða á meðal helstu eigenda hinna endurreistu banka Íslandsbanka og Arion banka.

Þessar upplýsingar hafa nú fyrsta sinn birst opinberlega. Það gerðist, eftir að ég hafði lagt fram fyrirspurnir til atvinnuvega og nýsköpunarráðherra í tveimur liðum. Spurningarnar voru eftirfarandi:

1.      Hverir eru 50 stærstu kröfuhafar Kaupþings og Glitnis og þar með 50 stærstu eigendur Arionbanka og Íslandsbanka, miðað við nýjustu stöðu?

2.      Liggur fyrir mat á hæfi þessara hluthafa til þess að fara með ráðandi hlut í bönlunum tveimur?

Svar ráðherra tók til þeirra sem eiga 1% eða hærra hlutfall krafna í þrotabú Glitnis og Kaupþings. Þetta má lesa HÉR.

Þó framangreindar upplýsingar liggi fyrir, þá er ekki aðgengilegt að afla upplýsinga um hverjir þessir aðilar raunverulega séu sem eiga þessi skuldabréf og verði þar með stærstu eigendurnir. Sú mikla leitarvél Google, færir mann tl dæmis lítt nær þeim upplýsingum. Ekkert þessara fyrirtækja, sem ég athugaði með, virðist til dæmis vera með heimasíðu! Nöfn þeirra sem á annað borð koma upp við leit á vefnum, gefa ekki frekari upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Í ýmsum tilvikum virðast þetta vera dótturfyrirtæki ( skúffufyrirtæki? ) fjárfestingafélaga, vogunarsjóða eða þá einfaldlega lítt um þau vitað.

Þetta er sem sagt hin nýja einkavæðing bankanna í hnotskurn; eins og ríkisstjórnin stóð fyrir henni. Upplýsingar um kaupendur eru takmarkaðar og kannski helst á færi innvígðra að vita eitthvað um þá. Þeir virðast vera slíkir huldumenn að öflugasta leitarforrit heimsins, sjálft Google finnur þá helst ekki!  Við vitum sem sagt ekkert um þá, ekkert hvað þeir fást við, ekkert um hvað þeir hafa í hyggju með starfsemi bankanna hér á landi, né heldur hver áform þeirra eru að öðru leyti.

Þetta er þess vegna einstæð einkavæðing í sögunni. Það er á fárra vitorði amk. af hvaða toga kaupendurnir eru, alls ekki vitað hvejir þeir verða þegar og ef nauðasamningar verða gerðir og þá alls ekkert hvað þeir hyggjast fyrir.

Stjórnarliðar leggja kollhúfur þegar þetta er fært í tal. Marg oft er búið að krefjast þess að þetta ferli verði allt rannsakað. Við því er ekki orðið. Það er eins og þeir sem ráða nú ferðinni í landinu óttist allt slíkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband