Fitch sendir sterk viðvörunarljós

 

 

Það eru jákvæð tíðindi að matsfyrirtækið Fitch ratings hafi lyft lánshæfismati landsins örlítið. Eftir stendur þó, því miður að enn er þetta mat mjög hraklegt. Hafi álit matsfyrirtækja einhverra þýðingu ( það voru þau sem gáfu okkur fyrstu ágætiseinkunn, alveg fram að bankahruni) er fyrirsjáanlegt að lánskjör okkar verði áfram slæm og vextir háir.

fitch-ratings Fitch segir lítið hafa gerst í afnámi gjadleyrishafta. Það mun tefja batann og getur búið til bóluhagkerfi.

Þegar álit Fitch er lesið kemur skýrt fram að efnahagsástandið er mjög brothætt og hlutir gætu auðveldlega snúist til verri vegar, því miður

Athyglisvert er að Fitch nefnir samstarfið við AGS sérstaklega sem jákvætt. Þá er rétt að minna á að þetta samkomulag varð til í samstarfi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar kom núverandi ríkisstjórn að tilbúnum hlut, sem þeir vilja núna njóta ávaxtanna af.

Fitch nefnir líka að skuldir heimila og fyrirtækja hafi lækkað. En hvernig gerðist það? Eins og fram hefur komið í svari við fyrirspurn frá mér, þá stafar sú skuldalækkun að lang mestu leyti af því að svo kölluð gengisbundin lán voru dæmd ólögleg. Þetta var ekki verk ríkisstjórnarinnar, hún getur ekki hreykt sér af því. Þetta var verk dómstóla.

Þá vekur matsfyrirtækið athygli á því að lítill árangur hafi náðst við afnám gjaldeyrishaftanna. Með áframhaldandi höftum verður efnahagsbatinn hægari og geti stuðlað að bóluhagkerfi. Sem sagt með áframhaldandi höftum, getur tvennt gerst: 1. Efnahagsbati verði lítill, 2. Hér myndist fölsk bóla.

Loks nefnir Fitch fjögur atriði sem gætu stuðlað að hærra lánshæfi:

A)     Stöðugleiki í gengi. Við vitum hver raunveruleikinn er. Gengið hefur fallið, þó Seðlabankinn noti skuldugan gjaldeyrisvarasjóðinn til þess að halda genginu uppi. Það gengur ekki til lengdar.

B)      Trúverðug stefna til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Engin slík stefna er til staðar. Fátt hefur áunnist.

C)      Frekari endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja. Í þessu hefur ríkisstjórnin skilað auðu og alveg ljóst að úr hennar átt er einskis frekar að vænta.

D)     Frekari skuldalækkun ríkisins og skulda við útlönd. Þar blæs ekki byrlega. Ríkissjóður greiðir núna 80 – 90 milljörðum króna og allt bendir til að mjög muni halla á ríkissjóð á næstunni, með minni hagvexti og minni einkaneyslu. Vöruskiptajöfnuðurinn stendur ekki undir afborgunum og fjármagnskostnaði vegna erlendra skulda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband