Færsluflokkur: Pistlar

Hornstrandir heilla og seiða

Þannig heilla Hornstrandirnar hvern þann sem hefur gengið þeim á hönd með ferð norður þangað. Og jafnvel þó komið sé ítrekað í sama áfangastað, finnur maður eitthvað nýtt. Lífríkið í Reykjafirði, rekinn í Bolungarvík, náttúrusmíðn sjálf – Drangaskörðin, björgin í Hornvíkinni, fiskurinn í Fljótinu í Fljótavík, hinar gullnu sandstrendur í Aðalvíkinni og fjölbreytileiki Jökulfjarðanna. Allt heillar þetta og seiðar. Hin mikla víðátta er þannig að sjaldan hittir maður fólk nema vitaskuld í náttstað vinsælustu áfangastaðanna. Og þó við höfum talið okkur hafa farið um flesta lófastóra bletti á þessu svæði er ferð minni aftur heitið norður þangað í sumar. Það stenst enginn ákall og áskorun Strandanna. Þannig kemst ég að orði í grein sem hér fer á eftir og áður hefur birst í blaðinu Vestfirðir og segir af því hvernig ég upplifi þá dýrð ásamt vinum mínum í Hallgrími Bláskó að ganga um töfrum hlaðnar Hornstrandir...

Hornstrandir heilla og seiða

Þannig heilla Hornstrandirnar hvern þann sem hefur gengið þeim á hönd með ferð norður þangað. Og jafnvel þó komið sé ítrekað í sama áfangastað, finnur maður eitthvað nýtt. Lífríkið í Reykjafirði, rekinn í Bolungarvík, náttúrusmíðn sjálf – Drangaskörðin, björgin í Hornvíkinni, fiskurinn í Fljótinu í Fljótavík, hinar gullnu sandstrendur í Aðalvíkinni og fjölbreytileiki Jökulfjarðanna. Allt heillar þetta og seiðar. Hin mikla víðátta er þannig að sjaldan hittir maður fólk nema vitaskuld í náttstað vinsælustu áfangastaðanna. Og þó við höfum talið okkur hafa farið um flesta lófastóra bletti á þessu svæði er ferð minni aftur heitið norður þangað í sumar. Það stenst enginn ákall og áskorun Strandanna. Þannig kemst ég að orði í grein sem hér fer á eftir og áður hefur birst í blaðinu Vestfirðir og segir af því hvernig ég upplifi þá dýrð ásamt vinum mínum í Hallgrími Bláskó að ganga um töfrum hlaðnar Hornstrandir...

New York, Akureyri, Lundúnir og Ísafjörður

Athyglisvert er að lesa skoðanakönnun Samtaka Atvinnulífsins á meðal ungs fólks. Það er nefnilega þannig að ungt fólk, sem er jákvætt gagnvart alþjóðavæðingu er miklu víðsýnna en kynslóðirnar sem á undan fóru. Það lítur ekki á "þorpið" sitt (les höfuðborgarsvæðið) sem nafla alheimsins eins og maður upplifir stundum á meðal minnar kynsóðar . Heimsmynd unga fólksins er svo miklu víðfeðmari. Þess vegna er það jafn gildur kostur í hugum þess að vinna á Ísafirði sem Lundúnum, New York sem Egilsstöðum, Brussel sem Selfossi, og Barcelona sem Akureyri og þess vegna Reykjavík eftir atvikum. Rétt eins og hún sagði unga stúlkan sem rætt var við á myndbandi SA aðspurð um hvar hún kysi að búa og starfa; Í New York, Akureyri eða London, svaraði hún....

New York, Akureyri, Lundúnir og Ísafjörður

Athyglisvert er að lesa skoðanakönnun Samtaka Atvinnulífsins á meðal ungs fólks. Það er nefnilega þannig að ungt fólk, sem er jákvætt gagnvart alþjóðavæðingu er miklu víðsýnna en kynslóðirnar sem á undan fóru. Það lítur ekki á "þorpið" sitt (les höfuðborgarsvæðið) sem nafla alheimsins eins og maður upplifir stundum á meðal minnar kynsóðar . Heimsmynd unga fólksins er svo miklu víðfeðmari. Þess vegna er það jafn gildur kostur í hugum þess að vinna á Ísafirði sem Lundúnum, New York sem Egilsstöðum, Brussel sem Selfossi, og Barcelona sem Akureyri og þess vegna Reykjavík eftir atvikum. Rétt eins og hún sagði unga stúlkan sem rætt var við á myndbandi SA aðspurð um hvar hún kysi að búa og starfa; Í New York, Akureyri eða London, svaraði hún....

Það á ekki að banna verðtryggingu

Sé ástæða til að banna fólki að taka lán með verðtryggðum kjörum, hlýtur líka að koma til álita að banna almenningi að taka erlend lán. Þau eru nefnilega gengistryggð og sveiflast í kjörum miðað við þróun gengisins. Og er einhver sérstök ástæða til að neyða menn frá hagstæðari verðtryggðum kjörum og inn í óhagstæðari óverðtryggð kjör. Vilji menn forðast verðtrygginguna þá er sú leið fær. Það neyðir mann enginn til þess að axla verðtrygginguna. Það er annarra kosta völ Menn eiga þess vegna að gá að sér. Svo má nefnilega böl bæta að bíði annað verra. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar rætt er um verðtrygginguna. Kostir mann við lántökur eru núna fleiri og fjölþættari en nokkru sini fyrr...

Það á ekki að banna verðtryggingu

Sé ástæða til að banna fólki að taka lán með verðtryggðum kjörum, hlýtur líka að koma til álita að banna almenningi að taka erlend lán. Þau eru nefnilega gengistryggð og sveiflast í kjörum miðað við þróun gengisins. Og er einhver sérstök ástæða til að neyða menn frá hagstæðari verðtryggðum kjörum og inn í óhagstæðari óverðtryggð kjör. Vilji menn forðast verðtrygginguna þá er sú leið fær. Það neyðir mann enginn til þess að axla verðtrygginguna. Það er annarra kosta völ Menn eiga þess vegna að gá að sér. Svo má nefnilega böl bæta að bíði annað verra. Þetta ættu menn að hafa í huga þegar rætt er um verðtrygginguna. Kostir mann við lántökur eru núna fleiri og fjölþættari en nokkru sini fyrr...

Tæknin varðveitir gömul ( og góð ) gildi

Mitt í allri framtíðarhugsuninni og framfaradýrkuninni reikar hugurinn til þess að framfarirnar kveikja ekki einasta breytingar. Þær eru líka skjöldur góðra hefða og forsenda margs þess úr fortíðinni sem við viljum varðveita; þó ekki væri nema vegna dygðugrar íhaldssemi sem vel má hafa í hávegum. Hér skal nefna tvennt í þessu sambandi, svo ólíkt sem það er; heimsendar breskar mjólkurflöskur og sendibréfagerð að íslenskum gömlum og góðum sið, sem aukinheldur hafa hleypt nýju lífi í vísnagerð í landinu. Vísnagerð, mjólkurflöskur og sendibréf, sækja sem sé skjól sitt í svo óvænta átt sem til tölvutækninnar Af þessu má ráða að tæknin er ekki bara ögrun við fortíðina. Hún er líka skjól gamalla og góðra hátta. Það má því með sanni segja að tæknin varðveiti gömul gildi....

Tæknin varðveitir gömul ( og góð ) gildi

Mitt í allri framtíðarhugsuninni og framfaradýrkuninni reikar hugurinn til þess að framfarirnar kveikja ekki einasta breytingar. Þær eru líka skjöldur góðra hefða og forsenda margs þess úr fortíðinni sem við viljum varðveita; þó ekki væri nema vegna dygðugrar íhaldssemi sem vel má hafa í hávegum. Hér skal nefna tvennt í þessu sambandi, svo ólíkt sem það er; heimsendar breskar mjólkurflöskur og sendibréfagerð að íslenskum gömlum og góðum sið, sem aukinheldur hafa hleypt nýju lífi í vísnagerð í landinu. Vísnagerð, mjólkurflöskur og sendibréf, sækja sem sé skjól sitt í svo óvænta átt sem til tölvutækninnar Af þessu má ráða að tæknin er ekki bara ögrun við fortíðina. Hún er líka skjól gamalla og góðra hátta. Það má því með sanni segja að tæknin varðveiti gömul gildi....

Hin mörgu andlit Evrópusambandsins

Evrópusamstarfið á vettvangi ESB er að verða mjög margslungið apparat og alls ekki einfalt að sjá þar eina skýra línu. Spurningin sem við þurfum að velta upp er því alltaf hin eina og sama, áður en lengra er haldið: Hvaða Evrópusamband? Þar liggja greinilega vegir til allra átta og spurning hver ræður þeirri för, svo stuðst sé við rómaðar línur úr kveðskap Indriða G. Við gerum því best að halda áfram okkar stefnu. Vera þátttakendur í Evrópusamstarfi á okkar forsendum, standa utan við Evrópusambandið, en halda áfram þeirri upplýstu almennu umræðu um Evrópumál, sem meðal annars er höfð forganga um í prýðilegu samstarfi allra flokka á vettvangi Evrópustefnunefndar forsætisráðherra. Það er okkar rétta leið...

Tár gíraffans

Við höfum öll óskaplega gott af því að hyggja að öðru en hversdagslegu amstri og íslenskri þjóðmálaumræðu. Við eigum að nota frábæra pistla hans Össurar Skarphéðinssonar frá Afríku til þess að hyggja að hinum raunverulegu vandamálum sem við er að glíma í veröldinni. Í velsældarríkinu okkar tökumst við á við viðfangsefni, sem við tökum vitaskuld alvarlega. En í samanburði við lönd og álfur sem glíma við vandamál, fátæktar, ólæsis eða vatnsskorts svo dæmi séu tekin, er allt annað dæmt til að falla í skuggann. Þess vegna eigum við að setja þessi mál í samhengi. Við höfum gott af því og það á líka að vera hluti af hugsun fólks sem vill í huga sér hafa einhverja heimsmynd....

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband