Færsluflokkur: Pistlar
18.6.2006 | 22:52
Öflug, samhent ríkisstjórn
Við Sjálfstæðismenn fögnum að sjálfsögðu því að formaður okkar sé nú orðinn forsætisráðherra. Geir H. Haarde á eftir að skila því starfi vel og farast það vel úr hendi. Skýr myndin sem hann brá upp á Austurvelli á Þjóðhátíðardaginn undirstrikaði vel hve hann gerir sér grein fyrir meginviðfangsefnum okkar á næstunni. Það er þýðingarmikið. Sjálfstæðisflokkurinn er einhuga og öflugur sem fyrr og þess albúinn að takast á við verkefni framtíðarinnar. Í því sambandi má víkja að efnahagsmálunum. Þar hefur flest gengið okkur í hag. Lífskjör hafa batnað, mikil og margbreytileg atvinna í boði og hið opinbera hefur getað staðið undir mikil verkefnum, samfara því að lækka skatta. Þau verkefni sem við blasa eru ekki vegna þess að við stöndum frammi fyrir einhverri vá. Öðru nær. Þetta eru einvörðungu verkefni sem viðráðanleg eru i góðri sátt aðila. Þess vegna bera að undirstrika það sem Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á 17. júní. Hann lagði áherslu á hugmyndafræði sáttar og samvinnu við launþega og vinnuveitendur. Það er skynsamleg stefna á öllum tímum og alveg sérstaklega þegar hægja þarf á siglingunni, beita aðeins upp í og koma í veg fyrir ágjöf. Þannig tryggjum við að kúrsinn verði réttur og að við komumst í höfn áfallalaust, með góðan aflafeng. Þannig kemst ég að orði í nýjum pistli sem birtist hér á heimasíðunni...
18.6.2006 | 22:52
Öflug, samhent ríkisstjórn
Við Sjálfstæðismenn fögnum að sjálfsögðu því að formaður okkar sé nú orðinn forsætisráðherra. Geir H. Haarde á eftir að skila því starfi vel og farast það vel úr hendi. Skýr myndin sem hann brá upp á Austurvelli á Þjóðhátíðardaginn undirstrikaði vel hve hann gerir sér grein fyrir meginviðfangsefnum okkar á næstunni. Það er þýðingarmikið. Sjálfstæðisflokkurinn er einhuga og öflugur sem fyrr og þess albúinn að takast á við verkefni framtíðarinnar. Í því sambandi má víkja að efnahagsmálunum. Þar hefur flest gengið okkur í hag. Lífskjör hafa batnað, mikil og margbreytileg atvinna í boði og hið opinbera hefur getað staðið undir mikil verkefnum, samfara því að lækka skatta. Þau verkefni sem við blasa eru ekki vegna þess að við stöndum frammi fyrir einhverri vá. Öðru nær. Þetta eru einvörðungu verkefni sem viðráðanleg eru i góðri sátt aðila. Þess vegna bera að undirstrika það sem Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á 17. júní. Hann lagði áherslu á hugmyndafræði sáttar og samvinnu við launþega og vinnuveitendur. Það er skynsamleg stefna á öllum tímum og alveg sérstaklega þegar hægja þarf á siglingunni, beita aðeins upp í og koma í veg fyrir ágjöf. Þannig tryggjum við að kúrsinn verði réttur og að við komumst í höfn áfallalaust, með góðan aflafeng. Þannig kemst ég að orði í nýjum pistli sem birtist hér á heimasíðunni...
12.6.2006 | 15:55
Eru til ókeypis lausnir?
Ég hygg að það hefði verið í raun stórfrétt hefði ég kveðið upp úr um að uppbygging þorskstofnsins kallaði EKKI á tímabundnar fórnir. Við vitum að skv. mælingu Hafrannsóknarstofnunar miðar okkur ekkert í uppbyggingu stofnsins. Það blasir við - og er auðskiljanlegt rökrétt samhengi - að óbreytt ástand er ekki líklegt til þess að stuðla að breytingu á því. Tillögur um uppbyggingu munu því leiða til breytinga og koma því við einhvern þann sem stundar fiskveiðar í dag - sjómenn útvegsmenn, fiskvinnslufólk og fiskverkendur, svo dæmi sé tekið. Þannig kemst ég að orði í pistli hér á eftir í kjölfar ræðu minnar á Sjómanna daginn og segi þar meðal annars ennfremur: Menn eiga þess vegna að viðurkenna það að engar ókeypis lausnir eru til. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að fara vel og vandlega yfir málin, leggja fram tillögur og móta framtíðarstefnu. Til þessa verks verðum við að ætla okkur nægjanlegan tíma...
12.6.2006 | 15:55
Eru til ókeypis lausnir?
Ég hygg að það hefði verið í raun stórfrétt hefði ég kveðið upp úr um að uppbygging þorskstofnsins kallaði EKKI á tímabundnar fórnir. Við vitum að skv. mælingu Hafrannsóknarstofnunar miðar okkur ekkert í uppbyggingu stofnsins. Það blasir við - og er auðskiljanlegt rökrétt samhengi - að óbreytt ástand er ekki líklegt til þess að stuðla að breytingu á því. Tillögur um uppbyggingu munu því leiða til breytinga og koma því við einhvern þann sem stundar fiskveiðar í dag - sjómenn útvegsmenn, fiskvinnslufólk og fiskverkendur, svo dæmi sé tekið. Þannig kemst ég að orði í pistli hér á eftir í kjölfar ræðu minnar á Sjómanna daginn og segi þar meðal annars ennfremur: Menn eiga þess vegna að viðurkenna það að engar ókeypis lausnir eru til. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að fara vel og vandlega yfir málin, leggja fram tillögur og móta framtíðarstefnu. Til þessa verks verðum við að ætla okkur nægjanlegan tíma...
31.5.2006 | 12:14
Öld hinna miklu stjórnmálasigra
Við sem nú stöndum í sveit stjórnmálanna og í forystu sjávarútvegsmála, ber að halda þessu merki á lofti. Nú vex úr grasi ný kynslóð fólks sem ekki minnist þess elds sem á okkur brann í landhelgisstríðunum og á ef til vill erfitt með að setja sig í þau spor. Þess vegna höfum við svo ríkar skyldur, að halda þekkingunni vakandi. Í því samfélagi alþjóðavæðingar sem við lifum nú, getur það vel gerst að sjónarmiðin sem lágu til grundvallar landhelgisbaráttunni gleymist og fyrnist. Það væri hættulegt og því eru kvaðir okkar svo ríkar að gæta þess að þeim meginsjónarmiðum verði ekki fórnað í þágu stundarhagsmuna. Þannig er komist að orði í grein sem ég skrifaði í blaðið Átökin um auðlindina sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar fjalla ég um landhelgismálin og reyni að setja þau í sögulegt samhengi....
31.5.2006 | 12:14
Öld hinna miklu stjórnmálasigra
Við sem nú stöndum í sveit stjórnmálanna og í forystu sjávarútvegsmála, ber að halda þessu merki á lofti. Nú vex úr grasi ný kynslóð fólks sem ekki minnist þess elds sem á okkur brann í landhelgisstríðunum og á ef til vill erfitt með að setja sig í þau spor. Þess vegna höfum við svo ríkar skyldur, að halda þekkingunni vakandi. Í því samfélagi alþjóðavæðingar sem við lifum nú, getur það vel gerst að sjónarmiðin sem lágu til grundvallar landhelgisbaráttunni gleymist og fyrnist. Það væri hættulegt og því eru kvaðir okkar svo ríkar að gæta þess að þeim meginsjónarmiðum verði ekki fórnað í þágu stundarhagsmuna. Þannig er komist að orði í grein sem ég skrifaði í blaðið Átökin um auðlindina sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar fjalla ég um landhelgismálin og reyni að setja þau í sögulegt samhengi....
29.5.2006 | 11:25
Hrakfarir vinstri hræðslubandalaganna
Menn geta auðvitað haft ýmsar skoðanir á úrslitum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga og það er eðlilegt. En meðal þess sem upp úr stendur og er skýrt er þetta: Vinstri sambræðings hræðslubandalög tapa víðast hvar. Á því eru undantekningar, en meginlínan er skýr. Þessar kosningar voru uppgjör við hræðuslubandalögin. Og er það ekki táknrænt. Nú eru einmitt 40 ár liðin frá því að frægasta hræðslubandalag lýðveldistímans leit dagsins ljós; bandalag Framsóknar og Alþýðuflokks. Það fór á rassinum út úr þeim kosningum. Nú á 40 ára afmæli gamla hræðslubandalagsins endurtekur sagan sig. Í þessum kosningum kom glöggt fram að kjósendum hugnast ekki þessi vinstri skyrhræringur. Þannig er komist að orði í pistli sem ég skrifa um úrslit kosninganna og augunum sérstaklega beint að hræðslubandalögunum til vinstri sem reyndu fyrir sér nú eins og stundum áður og í þetta skipti alveg með hraklegum árangri....
29.5.2006 | 11:25
Hrakfarir vinstri hræðslubandalaganna
Menn geta auðvitað haft ýmsar skoðanir á úrslitum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga og það er eðlilegt. En meðal þess sem upp úr stendur og er skýrt er þetta: Vinstri sambræðings hræðslubandalög tapa víðast hvar. Á því eru undantekningar, en meginlínan er skýr. Þessar kosningar voru uppgjör við hræðuslubandalögin. Og er það ekki táknrænt. Nú eru einmitt 40 ár liðin frá því að frægasta hræðslubandalag lýðveldistímans leit dagsins ljós; bandalag Framsóknar og Alþýðuflokks. Það fór á rassinum út úr þeim kosningum. Nú á 40 ára afmæli gamla hræðslubandalagsins endurtekur sagan sig. Í þessum kosningum kom glöggt fram að kjósendum hugnast ekki þessi vinstri skyrhræringur. Þannig er komist að orði í pistli sem ég skrifa um úrslit kosninganna og augunum sérstaklega beint að hræðslubandalögunum til vinstri sem reyndu fyrir sér nú eins og stundum áður og í þetta skipti alveg með hraklegum árangri....
24.5.2006 | 16:33
Gamall kaldastríðsdraugur gengur aftur - og nú í Samfylkingunni
Þegar svona máflutningur er reiddur fram er í sjálfu sér ekki von á góðu. Og þó. Fyrir okkur sem munum kalda stríðið og orðleppa Þjóðviljans, er það eins og afturhvarf um nokkra áratugi að lesa grein á borð við þá sem Björgvin G. Sigurðsson lætur frá sér fara í Morgunblaðinu í dag. Kaldastríðsdraugurinn lifir semsé ágætu lífi, afturgenginn í Samfylkingunni. Þannig er komist að orði í pistlinum sem skrifaður er í dag í tilefni af grein gamals alþýðubandalagsmanns og núverandi þingmanns Samfylkingarinnar, Björgvins G. Sigurðssonar...
24.5.2006 | 16:33
Gamall kaldastríðsdraugur gengur aftur - og nú í Samfylkingunni
Þegar svona máflutningur er reiddur fram er í sjálfu sér ekki von á góðu. Og þó. Fyrir okkur sem munum kalda stríðið og orðleppa Þjóðviljans, er það eins og afturhvarf um nokkra áratugi að lesa grein á borð við þá sem Björgvin G. Sigurðsson lætur frá sér fara í Morgunblaðinu í dag. Kaldastríðsdraugurinn lifir semsé ágætu lífi, afturgenginn í Samfylkingunni. Þannig er komist að orði í pistlinum sem skrifaður er í dag í tilefni af grein gamals alþýðubandalagsmanns og núverandi þingmanns Samfylkingarinnar, Björgvins G. Sigurðssonar...