Færsluflokkur: Pistlar

OECD tjáir sig um íslensk velferðarmál

Það vantar meira fé til skólamála, það vantar meira fé til heilbrigðismála, það þarf að auka fjármagn til verlferðarmálanna almennt er oft sagt. Og vissulega má það til sanns vegar færa að við gætum gert meira á þessum sviðum ef við hefðum til þess meira fjármagn. Enginn efast um að hægt væri að gera margt þarflegt með meiri peningum í heilbrigðismálum okkar eða menntamálum. Þetta eru kostnaðarsamir málaflokkar og við sem rík og öflug þjóð viljum veita til þeirra miklu fjármagni. Það er líka reyndin. Athyglisvert er það hins vegar að OECD segir að við verjum hlutfallslega mestu fé til menntamála innan OECD sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og að útgjöld okkar til heilbrigðismála séu með því hæsta og hafi vaxið hlutfallslega meira en að meðaltali innan OECD....

OECD tjáir sig um íslensk velferðarmál

Það vantar meira fé til skólamála, það vantar meira fé til heilbrigðismála, það þarf að auka fjármagn til verlferðarmálanna almennt er oft sagt. Og vissulega má það til sanns vegar færa að við gætum gert meira á þessum sviðum ef við hefðum til þess meira fjármagn. Enginn efast um að hægt væri að gera margt þarflegt með meiri peningum í heilbrigðismálum okkar eða menntamálum. Þetta eru kostnaðarsamir málaflokkar og við sem rík og öflug þjóð viljum veita til þeirra miklu fjármagni. Það er líka reyndin. Athyglisvert er það hins vegar að OECD segir að við verjum hlutfallslega mestu fé til menntamála innan OECD sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og að útgjöld okkar til heilbrigðismála séu með því hæsta og hafi vaxið hlutfallslega meira en að meðaltali innan OECD....

766 kílóa skemmtibátaskandallinn !

Fjölmiðlar greindu frá því nýverið að skemmtibátar hefðu fengið kvótaúthlutun. Og var á fréttum að skilja að nú hefði skemmtibátaeigendum verið færður umtalsverður kvóti og þar með stórfé. Út á það gengu fréttirnar og mætur maður leiddur um bryggjur Reykjavíkurhafnar til þess að útlista skandalinn ! Tekið skal fram, að aldrei var af fyrra bragði, leitað eftir viðbrögðum hjá mér, sem hlýt þó að teljast pólitískur ábyrgðarmaður í þessu tilviki. Sú eftirgrennslan hefði þá leitt í ljós, sem ég tjáði mig um í sjónvarpsfréttum, að þetta "stóra skemmtibátahneyksli", sem riðið hafði röftum í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum, snerist um það að þrír skemmtibátar höfðu fengið úthlutun úr þessum umrædda þrjú þúsund tonna potti. Alls nam úthlutunin 766 kílóum. Það var allur skandallinn!!...

766 kílóa skemmtibátaskandallinn !

Fjölmiðlar greindu frá því nýverið að skemmtibátar hefðu fengið kvótaúthlutun. Og var á fréttum að skilja að nú hefði skemmtibátaeigendum verið færður umtalsverður kvóti og þar með stórfé. Út á það gengu fréttirnar og mætur maður leiddur um bryggjur Reykjavíkurhafnar til þess að útlista skandalinn ! Tekið skal fram, að aldrei var af fyrra bragði, leitað eftir viðbrögðum hjá mér, sem hlýt þó að teljast pólitískur ábyrgðarmaður í þessu tilviki. Sú eftirgrennslan hefði þá leitt í ljós, sem ég tjáði mig um í sjónvarpsfréttum, að þetta "stóra skemmtibátahneyksli", sem riðið hafði röftum í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum, snerist um það að þrír skemmtibátar höfðu fengið úthlutun úr þessum umrædda þrjú þúsund tonna potti. Alls nam úthlutunin 766 kílóum. Það var allur skandallinn!!...

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru að skila árangri

Menn ræddu mikið um frestun tónlistar og ráðstefnuhúss. Sú ákvörðun hlaut að gerast í samkomulagi einkahlutafélagsins sem að því stendur, ríkisins og Reykjavíkurborgar, en það eru aðilarnir sem standa fyrir þessari miklu framkvæmd. Nú hefur verið ákveðið að til slíkra formlegra viðræðna verði gengið. Allt bendir til þess að með því að hægja á framkvæmdinni verði hægt að færa þunga hennar yfir á árið 2008. Það er gott og skynsamlegt. Líka út frá sjónarhóli eignaraðila, sem þá munu fá verkið unnið við viðráðanlegra verði. Þannig kemst ég að orði í nýjum pistli þar sem ég dreg fram hvernig aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr þenslu séu að skila árangri og stuðli að því að hægt verði að fara í útboð þar sem framkvæmdir á Norðaustur og Norðvesturhorni landsins verði settar í forgang....

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru að skila árangri

Menn ræddu mikið um frestun tónlistar og ráðstefnuhúss. Sú ákvörðun hlaut að gerast í samkomulagi einkahlutafélagsins sem að því stendur, ríkisins og Reykjavíkurborgar, en það eru aðilarnir sem standa fyrir þessari miklu framkvæmd. Nú hefur verið ákveðið að til slíkra formlegra viðræðna verði gengið. Allt bendir til þess að með því að hægja á framkvæmdinni verði hægt að færa þunga hennar yfir á árið 2008. Það er gott og skynsamlegt. Líka út frá sjónarhóli eignaraðila, sem þá munu fá verkið unnið við viðráðanlegra verði. Þannig kemst ég að orði í nýjum pistli þar sem ég dreg fram hvernig aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr þenslu séu að skila árangri og stuðli að því að hægt verði að fara í útboð þar sem framkvæmdir á Norðaustur og Norðvesturhorni landsins verði settar í forgang....

Sígildur listamaður syngur sjómannalögin

Í rauninni eru sjómannalögin stórmerkilegur hluti af alþýðumenningu okkar. Blómatími þeirra var kannski ekki mjög langur; stóð þó í nokkra áratugi. Sjómannalögin drógu oft upp rómantíska mynd af grundvallaratvinnu okkar, sjómennskunni. Hefur mönnum stundum þótt nóg um. Ragnar Bjarnason sagði mér sögu af því að fullorðinn sjómaður hefði vikið sér að sér eitt sinn og spurt. "Ert þú þessi Raggi Bjarna"? Því jánkaði söngvarinn. Sjómaðurinn sagði þá við hann að fyrir löngu hefði hann fengið meira en nóg af þessum mikla rómans í kring um sönginn hans. -"Þegar maður stendur út á dekki í norðaustan brælu, kannski kaldur og blautur og heyri þig syngja Ship ohoj og blikandi bárufan og ástir og ævintýr, í gegn um hátalaragarganið í mastrinu þá er mér alveg nóg boðið, sagði sjómaðurinn. Og Raggi hló dátt þegar hann rifjaði upp þessa sögu." Þetta er skrifað í tilefni af því að þeir Ragnar Bjarnason söngvari og Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaðurinn ástsæli heimsóttu mig til þess að afhenda mér hinn stórfína nýja geisladisk Ragga, Vel sjóaður....

Sígildur listamaður syngur sjómannalögin

Í rauninni eru sjómannalögin stórmerkilegur hluti af alþýðumenningu okkar. Blómatími þeirra var kannski ekki mjög langur; stóð þó í nokkra áratugi. Sjómannalögin drógu oft upp rómantíska mynd af grundvallaratvinnu okkar, sjómennskunni. Hefur mönnum stundum þótt nóg um. Ragnar Bjarnason sagði mér sögu af því að fullorðinn sjómaður hefði vikið sér að sér eitt sinn og spurt. "Ert þú þessi Raggi Bjarna"? Því jánkaði söngvarinn. Sjómaðurinn sagði þá við hann að fyrir löngu hefði hann fengið meira en nóg af þessum mikla rómans í kring um sönginn hans. -"Þegar maður stendur út á dekki í norðaustan brælu, kannski kaldur og blautur og heyri þig syngja Ship ohoj og blikandi bárufan og ástir og ævintýr, í gegn um hátalaragarganið í mastrinu þá er mér alveg nóg boðið, sagði sjómaðurinn. Og Raggi hló dátt þegar hann rifjaði upp þessa sögu." Þetta er skrifað í tilefni af því að þeir Ragnar Bjarnason söngvari og Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaðurinn ástsæli heimsóttu mig til þess að afhenda mér hinn stórfína nýja geisladisk Ragga, Vel sjóaður....

Samkomulag sem miklu máli skiptir

Þríhliða samkomulag af því tagi sem gert var á milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í gær er ekkert einsdæmi í okkar sögu. Þekkt er dæmið frá því í upphafi sjöunda áratugarins, þegar Viðreisnarstjórnin gerði slíkt samkomulag við vinnuveitendur og launþega. Alkunna er að ríkisvaldið átti hvað eftir annað aðild að lyktum stórra kjarasamninga, svo kallaðs samflots. Samningarnir frægu, Þjóðarsáttarsamningarnir, frá árinu 1990 rufu vítahring, verðbólgu og kaupmáttarrýrnunar. Samkomulag af því tagi sem nú er gert telst því mjög í þessum anda. Þetta skiptir miklu máli. Og er endurspeglun á allt annars konar samstarfi aðilanna, en við þekkjum frá öðrum löndum í ýmsum tilvikum. Menn setja sér sameiginleg markmið um lífskjör, verðlagsþróun, félagsleg réttindi og atvinnuöryggi, svo nefnd séu dæmi og vinna að þeim sameiginlega. Á þetta er bent í nýjum pistli sem skrifaður er vegna ánægjulegrar niðurstöðu í samningum Samtaka atvinnulífsins og launþega með aðild ríkisvaldsins....

Samkomulag sem miklu máli skiptir

Þríhliða samkomulag af því tagi sem gert var á milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins í gær er ekkert einsdæmi í okkar sögu. Þekkt er dæmið frá því í upphafi sjöunda áratugarins, þegar Viðreisnarstjórnin gerði slíkt samkomulag við vinnuveitendur og launþega. Alkunna er að ríkisvaldið átti hvað eftir annað aðild að lyktum stórra kjarasamninga, svo kallaðs samflots. Samningarnir frægu, Þjóðarsáttarsamningarnir, frá árinu 1990 rufu vítahring, verðbólgu og kaupmáttarrýrnunar. Samkomulag af því tagi sem nú er gert telst því mjög í þessum anda. Þetta skiptir miklu máli. Og er endurspeglun á allt annars konar samstarfi aðilanna, en við þekkjum frá öðrum löndum í ýmsum tilvikum. Menn setja sér sameiginleg markmið um lífskjör, verðlagsþróun, félagsleg réttindi og atvinnuöryggi, svo nefnd séu dæmi og vinna að þeim sameiginlega. Á þetta er bent í nýjum pistli sem skrifaður er vegna ánægjulegrar niðurstöðu í samningum Samtaka atvinnulífsins og launþega með aðild ríkisvaldsins....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband