Færsluflokkur: Pistlar

Skynsamleg niðurstaða í þágu íslenskra hagsmuna

Aðalatriði niðurstöðunnar varðandi varnarmálin og samkomulag okkar og Bandaríkjanna er þetta: Við höfum í samvinnu við Bandaríkin reist nýja varnaráætlun. Við erum að treysta innra öryggi landsins, við erum að leggja upp í vinnu við að taka meiri þátt í þeim efnum og bregðast við ógn sem öllum ríkjum getur stafað hætta af, t.d vegna hryðjuverka. Loks er ljóst að við getum áfram rekið hina umfangsmiklu flugvellarstarfsemi snurðulaust, með þeim tækjum sem við fáum í hendur og höfum svo fullt vald á því að hreinsa varnarsvæðið í samræmi við okkar eigin kröfur. Á þessa hluti er bent í umfjöllun hér á heimasíðunni....

Skynsamleg niðurstaða í þágu íslenskra hagsmuna

Aðalatriði niðurstöðunnar varðandi varnarmálin og samkomulag okkar og Bandaríkjanna er þetta: Við höfum í samvinnu við Bandaríkin reist nýja varnaráætlun. Við erum að treysta innra öryggi landsins, við erum að leggja upp í vinnu við að taka meiri þátt í þeim efnum og bregðast við ógn sem öllum ríkjum getur stafað hætta af, t.d vegna hryðjuverka. Loks er ljóst að við getum áfram rekið hina umfangsmiklu flugvellarstarfsemi snurðulaust, með þeim tækjum sem við fáum í hendur og höfum svo fullt vald á því að hreinsa varnarsvæðið í samræmi við okkar eigin kröfur. Á þessa hluti er bent í umfjöllun hér á heimasíðunni....

Alþingi er undirorpið miklum breytingum

Alþingi er undirorpið miklum breytingum í þeim skilningi að verulegar breytingar verða á skipan þingsins við hverjar kosningar. Það er nokkuð rætt um þær breytingar sem nú eru fyrirsjáanlegar. Þessar breytingar eru verulegar, en þó væntanlega ekki mikið meiri en vanalegt er við kosningar hin seinni árin. Nýkosnir þingmenn voru til dæmis 40% þingheims þegar ég var kjörinn alþingismaður árið 1991. 30% þingmanna hvarf af þingi við síðustu kosningar. Það er ástæða til þess að velta þessum málum fyrir sér. Er þetta æskilegt? Of mikil eða kannski of lítil breyting? Við þessar vangaveltur verður dvalið í þessum pistli sem hér fylgir....

Alþingi er undirorpið miklum breytingum

Alþingi er undirorpið miklum breytingum í þeim skilningi að verulegar breytingar verða á skipan þingsins við hverjar kosningar. Það er nokkuð rætt um þær breytingar sem nú eru fyrirsjáanlegar. Þessar breytingar eru verulegar, en þó væntanlega ekki mikið meiri en vanalegt er við kosningar hin seinni árin. Nýkosnir þingmenn voru til dæmis 40% þingheims þegar ég var kjörinn alþingismaður árið 1991. 30% þingmanna hvarf af þingi við síðustu kosningar. Það er ástæða til þess að velta þessum málum fyrir sér. Er þetta æskilegt? Of mikil eða kannski of lítil breyting? Við þessar vangaveltur verður dvalið í þessum pistli sem hér fylgir....

Dagurinn sem við megum ekki gleyma

11. september árið 2001 er dagurinn sem við munum ekki og megum ekki gleyma og verður því að vera okkur áminning um öfluga varðstöðu um þau frjálslyndu viðhorf sem hafa mótað þjóðfélög Vesturlanda og þeirra annarra sem hafa lýðræði að leiðarljósi. Hvort sem mönnum líka stjórnarhættir og aðgerðir Bush stjórnarinnar í Bandaríkjunum betur eða verr, geta þeir ekki leyft sér að horfa framhjá viðfangsefninu; markmiðinu sjálfu. Þess vegna er enginn kostur annar til. Nema auðvitað sá að fara í friðkaup við hryðjuverkamenn og þann kost velur varla nokkur maður....

Dagurinn sem við megum ekki gleyma

11. september árið 2001 er dagurinn sem við munum ekki og megum ekki gleyma og verður því að vera okkur áminning um öfluga varðstöðu um þau frjálslyndu viðhorf sem hafa mótað þjóðfélög Vesturlanda og þeirra annarra sem hafa lýðræði að leiðarljósi. Hvort sem mönnum líka stjórnarhættir og aðgerðir Bush stjórnarinnar í Bandaríkjunum betur eða verr, geta þeir ekki leyft sér að horfa framhjá viðfangsefninu; markmiðinu sjálfu. Þess vegna er enginn kostur annar til. Nema auðvitað sá að fara í friðkaup við hryðjuverkamenn og þann kost velur varla nokkur maður....

Við getum svo sannarlega gert gagn

Íslendingar geta látið mikið og gott af sér leiða á sviði þróunarmála. Við þekkjum mörg góð dæmi um þetta. Þarna getum við hugað að mörgu. Við getum hugað að félagsmálum, mannúðarmálum og uppbyggingu atvinnulífs á margvíslegum sviðum. Við eigum sérfræðinga á öllum þessum sviðum. Athygli hefur til dæmis vakið að hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru á leið til Malaví á vegum Þróunarsamvinnsustofnunar, ÞSSÍ. Við höfum líka unnið mikil og góð störf suður í Namibíu, eins og ég kynntist á ferð minni þangað á dögunum. Um þetta fjallar eftirfarandi pistill....

Við getum svo sannarlega gert gagn

Íslendingar geta látið mikið og gott af sér leiða á sviði þróunarmála. Við þekkjum mörg góð dæmi um þetta. Þarna getum við hugað að mörgu. Við getum hugað að félagsmálum, mannúðarmálum og uppbyggingu atvinnulífs á margvíslegum sviðum. Við eigum sérfræðinga á öllum þessum sviðum. Athygli hefur til dæmis vakið að hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru á leið til Malaví á vegum Þróunarsamvinnsustofnunar, ÞSSÍ. Við höfum líka unnið mikil og góð störf suður í Namibíu, eins og ég kynntist á ferð minni þangað á dögunum. Um þetta fjallar eftirfarandi pistill....

Í kompaníi við soðinn fisk

Fiskidagurinn mikli á Dalvík er alveg ótrúlegur. Skemmtilegur, lýsir hugmyndaauðgi og er sóttur af tugþúsundum manna alls staðar að af landinu. Ég fékk þann heiður að vera boðinn þangað af forsvarsmönnum hátíðarinnar, sótti glæsilega tónleika Karlakórsins og heimsótti þrjú heimili sem buðu upp á girnilega fiskisúpu. Það er eitt út af fyrir sig stórmerkilegt að um 40 heimili opni dyr sínar fyrir gestum og gangandi sem koma þangað í hundruða vís og þiggja góðgerðir. Og það sýnir hug heimamanna að fiskverkendur, ekki síst Samherji leggja til hráefni í þessa stærstu fiskiveislu landsins og þótt víðar væri leitað. Allir þeir sem að þessu máli koma eiga skilið heila þökk fyrir. Þetta er einstaklega myndarlegt og skemmtilegt framtak. Jóhann Antonsson, sem gefur út blaðið Bæjarpóstinn á Dalvík, bað mig um að láta í té uppskrift í blaðið. Þar var ég í glæsilegum félagsskap þeirra Svanfríðar Ingu Jónasdóttur bæjarstjóra, Þorsteins Más Baldvinssonar forstj. Samherja og Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Uppskriftinni fylgdi síðan pistill sem hér getur að líta....

Í kompaníi við soðinn fisk

Fiskidagurinn mikli á Dalvík er alveg ótrúlegur. Skemmtilegur, lýsir hugmyndaauðgi og er sóttur af tugþúsundum manna alls staðar að af landinu. Ég fékk þann heiður að vera boðinn þangað af forsvarsmönnum hátíðarinnar, sótti glæsilega tónleika Karlakórsins og heimsótti þrjú heimili sem buðu upp á girnilega fiskisúpu. Það er eitt út af fyrir sig stórmerkilegt að um 40 heimili opni dyr sínar fyrir gestum og gangandi sem koma þangað í hundruða vís og þiggja góðgerðir. Og það sýnir hug heimamanna að fiskverkendur, ekki síst Samherji leggja til hráefni í þessa stærstu fiskiveislu landsins og þótt víðar væri leitað. Allir þeir sem að þessu máli koma eiga skilið heila þökk fyrir. Þetta er einstaklega myndarlegt og skemmtilegt framtak. Jóhann Antonsson, sem gefur út blaðið Bæjarpóstinn á Dalvík, bað mig um að láta í té uppskrift í blaðið. Þar var ég í glæsilegum félagsskap þeirra Svanfríðar Ingu Jónasdóttur bæjarstjóra, Þorsteins Más Baldvinssonar forstj. Samherja og Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Uppskriftinni fylgdi síðan pistill sem hér getur að líta....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband