Færsluflokkur: Pistlar

Viðbót, en ekki ógn við lífskjörin

Breytingar í samfélagi okkar með tilkomu erlendra starfsmanna kalla á viðbrögð stjórnvalda. Meginatriðið er að við stóraukum íslenskukennslu, til þess að bæta aðlögun hins erlenda fólks að samfélagi okkar. Það er lykillinn. Þar ber okkur að bæta okkur, eins og nú er að gerast. Það er eðlilegt að við gerum afdráttarlausar kröfur um íslenskukunnáttu gagnvart þeim sem hyggja hér á búsetu eða á störf til lengri tíma. Þetta á ekki að vera valkvætt heldur skylda. Það er sannarlega í þágu hagsmuna hinna nýju íbúa á Íslandi að þetta sé gert og það er í þágu samfélags okkar. Þetta hefur verið afstaða stjórnvalda og henni eigum við að fylgja og fylgja henni fast eftir. Þetta kostar vitaskuld fjármagn en hvað munar okkur um það þegar við vitum að tilkoma útlendinganna inn á vinnumarkaðinn hefur búið til stóraukin verðmæti í hagkerfinu okkar. Fyrir nú utan það að slíkt styrkir samfélag okkar og styrkir samfélagsmyndina. Þannig er komist að orði í pistlinum sem hér fer á eftir og fjallar um stöðu fólks af erlendum uppruna hér á landi....

Viðbót, en ekki ógn við lífskjörin

Breytingar í samfélagi okkar með tilkomu erlendra starfsmanna kalla á viðbrögð stjórnvalda. Meginatriðið er að við stóraukum íslenskukennslu, til þess að bæta aðlögun hins erlenda fólks að samfélagi okkar. Það er lykillinn. Þar ber okkur að bæta okkur, eins og nú er að gerast. Það er eðlilegt að við gerum afdráttarlausar kröfur um íslenskukunnáttu gagnvart þeim sem hyggja hér á búsetu eða á störf til lengri tíma. Þetta á ekki að vera valkvætt heldur skylda. Það er sannarlega í þágu hagsmuna hinna nýju íbúa á Íslandi að þetta sé gert og það er í þágu samfélags okkar. Þetta hefur verið afstaða stjórnvalda og henni eigum við að fylgja og fylgja henni fast eftir. Þetta kostar vitaskuld fjármagn en hvað munar okkur um það þegar við vitum að tilkoma útlendinganna inn á vinnumarkaðinn hefur búið til stóraukin verðmæti í hagkerfinu okkar. Fyrir nú utan það að slíkt styrkir samfélag okkar og styrkir samfélagsmyndina. Þannig er komist að orði í pistlinum sem hér fer á eftir og fjallar um stöðu fólks af erlendum uppruna hér á landi....

Já, ennþá sannast það; Íslendingar styðja hvalveiðar

Á undanförnum vikum, frá því að ákvörðunin var tekin þann 17. október sl. hef ég fundið gríðarlegan stuðning við ákvörðun mína. Þetta hefur verið uppörvandi og sannarlega er gott að finna svo mikinn og víðtækan stuðning fólks; meðal annars fólks sem haft hefur samband og vikið sér að mér úti á götu til þess að láta í ljósi jákvæða afstöðu sína. En merkilegt er að sjónarmið þessa fólks hafa átt afskaplega torveldan aðgang að fjölmiðlaumræðunni. Sjónarmið þessa fólks koma hins vegar skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um hvalveiðar sem birt er í blaðinu í dag. Þar fer ekkert á milli mála. Íslendingar eru eindregnir stuðningsmenn ákvörðunar minnar um að hefja hvalveiðar....

Já, ennþá sannast það; Íslendingar styðja hvalveiðar

Á undanförnum vikum, frá því að ákvörðunin var tekin þann 17. október sl. hef ég fundið gríðarlegan stuðning við ákvörðun mína. Þetta hefur verið uppörvandi og sannarlega er gott að finna svo mikinn og víðtækan stuðning fólks; meðal annars fólks sem haft hefur samband og vikið sér að mér úti á götu til þess að láta í ljósi jákvæða afstöðu sína. En merkilegt er að sjónarmið þessa fólks hafa átt afskaplega torveldan aðgang að fjölmiðlaumræðunni. Sjónarmið þessa fólks koma hins vegar skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um hvalveiðar sem birt er í blaðinu í dag. Þar fer ekkert á milli mála. Íslendingar eru eindregnir stuðningsmenn ákvörðunar minnar um að hefja hvalveiðar....

Vilja menn þá ekki bara banna þessa atvinnustarfsemi með lögum ?

Eða hvernig litist mönnum á ef ég segði; þessa tegund má veiða, en ekki þessa. Þetta vil ég friða – og af því bara. Það sjá allir fáránleikann í slíku; - nema auðvitað nokkrir íslenskir kaffihúsaspekingar. Þeir sem nú ganga harðast fram og krefjast þess að við bönnum með lögum atvinnugrein á borð við hvalveiðar og vinnslu fara í raun inn á algjörlega nýjar brautir. Þeirra krafa er um ríkisafskipti af nýrri gerð þar sem til er ætlast að stjórnmálamenn geri tiltekinn atvinnurekstur útlægan eða ólöglegan. Þannig eigi stjórnmálamenn að hafa vit fyrir almenningi og atvinnulífinu. Þetta er vitaskuld athyglisverð skoðun, en vissulega kemur það á óvart að hún rísi við upphaf 21. aldarinnar. Verði henni fylgt út í æsar getum við seint ímyndað okkur hvert hún leiðir. Í dag eru það hvalveiðarnar, en enginn veit hvert gæti orðið næsta fórnarlambið. Kannski hvalaskoðun, sú ágæta og vaxandi atvinnugrein, en við vitum að til eru þeir hópar erlendir sem álíta hvalaskoðun truflandi fyrir hvalina og að hún standi jafnvel fjölgun þeirra fyrir þrifum. Þannig komst ég meðal annars að orði í ræðu sem ég flutti hjá Landssambandi smábátamanna í dag, 26. október. Sá kafli ræðunnar sem fjallar um hvalveiðar fer hér á eftir....

Vilja menn þá ekki bara banna þessa atvinnustarfsemi með lögum ?

Eða hvernig litist mönnum á ef ég segði; þessa tegund má veiða, en ekki þessa. Þetta vil ég friða – og af því bara. Það sjá allir fáránleikann í slíku; - nema auðvitað nokkrir íslenskir kaffihúsaspekingar. Þeir sem nú ganga harðast fram og krefjast þess að við bönnum með lögum atvinnugrein á borð við hvalveiðar og vinnslu fara í raun inn á algjörlega nýjar brautir. Þeirra krafa er um ríkisafskipti af nýrri gerð þar sem til er ætlast að stjórnmálamenn geri tiltekinn atvinnurekstur útlægan eða ólöglegan. Þannig eigi stjórnmálamenn að hafa vit fyrir almenningi og atvinnulífinu. Þetta er vitaskuld athyglisverð skoðun, en vissulega kemur það á óvart að hún rísi við upphaf 21. aldarinnar. Verði henni fylgt út í æsar getum við seint ímyndað okkur hvert hún leiðir. Í dag eru það hvalveiðarnar, en enginn veit hvert gæti orðið næsta fórnarlambið. Kannski hvalaskoðun, sú ágæta og vaxandi atvinnugrein, en við vitum að til eru þeir hópar erlendir sem álíta hvalaskoðun truflandi fyrir hvalina og að hún standi jafnvel fjölgun þeirra fyrir þrifum. Þannig komst ég meðal annars að orði í ræðu sem ég flutti hjá Landssambandi smábátamanna í dag, 26. október. Sá kafli ræðunnar sem fjallar um hvalveiðar fer hér á eftir....

Samfylkingin gerir hestamennsku að blóraböggli

Það er fróðlegt og vekur undrun. En Samfylkingin er búin að finna blóraböggul sem hægt er að kenna um það sem miður fer í þjóðfélaginu. Jón Gunnarsson, einn talsmanna flokksins í Fjárlaganefnd Alþingis útlistaði þetta í umræðum um fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrradag. Össur Skarphéðinsson hinn nýkrýndi þingflokksformaður flokksins hnykkti á þessu á stórum og fjölmennum fundi SÁÁ þar sem við vorum báðir á meðal ræðumanna. Boðskapurinn er einfaldur. Burt með stuðning hins opinbera við reiðhallir og aðra aðstöðusköpun fyrir hestamenn og þannig má auka fjármuni til annarra og þarfari málaflokka. Þetta er furðulegur máflutningur sem er markaður af vanþekkingu og felur í sér - vonandi óafvitandi - spörk og pústra í garð merkilegrar æskulýðsstarfsemi sem skiptir einnig miklu máli í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti. Um þetta er fjallað í meðfylgjandi pistli....

Samfylkingin gerir hestamennsku að blóraböggli

Það er fróðlegt og vekur undrun. En Samfylkingin er búin að finna blóraböggul sem hægt er að kenna um það sem miður fer í þjóðfélaginu. Jón Gunnarsson, einn talsmanna flokksins í Fjárlaganefnd Alþingis útlistaði þetta í umræðum um fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrradag. Össur Skarphéðinsson hinn nýkrýndi þingflokksformaður flokksins hnykkti á þessu á stórum og fjölmennum fundi SÁÁ þar sem við vorum báðir á meðal ræðumanna. Boðskapurinn er einfaldur. Burt með stuðning hins opinbera við reiðhallir og aðra aðstöðusköpun fyrir hestamenn og þannig má auka fjármuni til annarra og þarfari málaflokka. Þetta er furðulegur máflutningur sem er markaður af vanþekkingu og felur í sér - vonandi óafvitandi - spörk og pústra í garð merkilegrar æskulýðsstarfsemi sem skiptir einnig miklu máli í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti. Um þetta er fjallað í meðfylgjandi pistli....

Góður fundur markar upphaf baráttunnar

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem við héldum um helgina var upphaf að kosningabaráttu vegna alþingiskosninganna í vor. Við ákváðum fyrirkomlag við að búa til framboðslista og mótuðum okkur stefnu á helstu málum. Í rauninni eru aðalfundir Kjördæmisráðs okkar líka mikilvægir til þess að treysta vináttuböndin. Kjördæmið hefur verið við lýði í þessari mynd í fjögur ár. Það var ekki vandalaust að stilla saman strengina í svo stóru og á margan hátt innbyrðis ólíku kjördæmi. Slíkt hefur þó gengið vonum framar að mínum dómi. Maður finnur og sér að kynni fólks eru að aukast og vináttuböndin að verða traustari....

Góður fundur markar upphaf baráttunnar

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem við héldum um helgina var upphaf að kosningabaráttu vegna alþingiskosninganna í vor. Við ákváðum fyrirkomlag við að búa til framboðslista og mótuðum okkur stefnu á helstu málum. Í rauninni eru aðalfundir Kjördæmisráðs okkar líka mikilvægir til þess að treysta vináttuböndin. Kjördæmið hefur verið við lýði í þessari mynd í fjögur ár. Það var ekki vandalaust að stilla saman strengina í svo stóru og á margan hátt innbyrðis ólíku kjördæmi. Slíkt hefur þó gengið vonum framar að mínum dómi. Maður finnur og sér að kynni fólks eru að aukast og vináttuböndin að verða traustari....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband