Færsluflokkur: Pistlar

Merkisdagur í samgöngumálum

Við skulum minnast síðast liðins föstudags, sem merkisáfanga í samgöngusögu okkar. Undirritun vegna vegaframkvæmdanna um Arnkötludal og Gautsdal hljóta að teljast einhver ánægjulegustu tíðindin í samgöngumálum á Vestfjörðum. Ekki síst fyrir Strandamenn. Undirritun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, fulltrúa Vegagerðar og verkkaupa á föstudaginn var má kannski kalla einskonar innsiglun þessa mikla framfara og gamla baráttumáls margra, ekki síst Strandamanna. Aðalatriðið er bara að vita að nú eru framkvæmdir að hefjast einhvern næstu daga. Við keyrum hina nýju leið haustið 2008 eftir svona eitt og hálft ár. Þá ökum við líka beina og breiða og malbikaða braut um Djúpið. Þannig verðum við vitni að hreinum byltingum í vegamálum á Vestfjörðum og sem munu gjörbreyta lífsskilyrðum og atvinnumöguleikum svæðisins. Tíminn líður hratt og við tökumst á við framtíðina við betri aðstæður en fyrr. Samgöngurnar skipta nefnilega svo gríðarlega miklu máli....

Skjól fyrir skoðanaleysi

Stóra hættan við almennar atkvæðagreiðslur er sú að þær geri pólitískar línur óskýrar. Að smám saman standi kjósendur frammi fyrir óljósum kostum í þjóðmálum. Þetta er þekkt reynsla úr löndum þar sem menn nota þetta fyrirkomulag. Það er óhugnanlegt að vita til þess að slíkt skyldi koma fram í fyrstu atkvæðagreiðslunni sem einhver alvara var í nú síðari árin þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík. Hér er ekki tekinn með í reikninginn atkvæðagreiðslan um Reykjavíkurflugvöll. Sú atkvæðagreiðsla var slíkur farsi. Við sjáum líka að inngrip fjársterkra aðila vekur strax upp spurningar og sömuleiðis óljóst hlutverk óskilgreindra hagsmunasamtaka. Þarna geta því tekist á óskilgreindir hópar og öfl sem engum reglum lúta um fjárframlög. Allt eins og við spáðum mörg hver, meðal annars í aðdraganda umræðunnar um fjármál stjórnmálaflokkanna....

Brugðist við miklum vanda

Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stofna starfshóp um vanda Vestfjarða er skynsamleg, nauðsynleg og réttmæt. Aðstæður á Vestfjörðum eru mjög sérstakar og enginn landshluti hefur orðið fyrir svo miklum áföllum vegna íbúafækkunar sem Vestfirðir. Þessi nefndarskipan er ákveðin af góðum hug og er eingöngu ætlað eitt verkefni; að leggja fram tillögur sem bæta búsetuskilyrði á Vestfjörðum. Menn hljóta að geta horft á þessa ákvörðun á efnislegum forsendum en reyna ekki að bregða á hana annarlegu ljósi. Slíkt þjónar ekki tilgangi; allra síst tilgangi sem þjónar vestfirskum hagsmunum....

Talið við herra Blair og herra Bradshaw

Örlögin eru afskaplega gráglettin og grimm. Nú er verið að taka breska sjómenn og sjávarútveg nákvæmlega sömu fantatökunum og við Íslendingar höfum upplifað í deilum okkar vegna hvalveiða. Með falsrökum, gervivísindum og hæpnum fullyrðingum er verið að hrekja tiltekna fiksframleiðslu út úr búðarhillum stórverslanakeðja. Undir yfirskyni umhverfisverndar. Breskir sjómenn bregðast ókvæða við og í helsta tímariti á vegum sjávarútvegs sem gefið er út í Bretlandi eru þessi tilburðir harðlega gagnrýndir. Þó stendur breskur sjávarútvegur frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að sjávarútvegsráðherrann getur ekki borið hönd fyrir höfð síns eigin sjávarútvegs. Umhverfisverndarsamtökin eru nefnilega bara að nota sömu falsrök og ráðherrann hefur nýtt gegn okkur og hvalveiðum okkar. Hann er því orðinn bandingi þeirra umhverfissamtaka sem nú eru sem óðast að berja á hagsmunum bresks sjávarútvegs....

Af vesturleiðinni er allt gott að frétta

Ég fagna því tilefni sem Eggert Stefánsson gaf mér með því að skrifa grein sína á bb.is. í dag 16. janúar, þar sem hann spyr mig um fyrirhugaða jarðgangagerð og samgöngur á milli Dýrafjarðar og Barðastrandar. Það tilefni nýti ég mér með þessum skrifum, sem hér fylgja og vona að þau svari spurningunni sem hann bar upp; Hvað um vesturleiðina, Einar? Hvað mig áhrærir er afstaðan skýr og hefur meðal annars komið fram á Alþingi, svo sem ég vísa til í greininni, vilji samgönguráðherra hefur komið fram ítrekað, rannsóknir hafa staðið yfir, niðurstöður þeirra eru hvetjandi en ekki letjandi, til þeirra var stofnað til þess að undirbúa næstu skref að jarðgangagerð, enda kostað til þeirra milljónatugum. Svarið við spurningu Eggerts er því afskaplega skýrt. Af vesturleiðinni er allt gott að frétta og að henni er unnið af heilindum og góðum hug....

Er hernaðaríhlutun aldrei réttlætanleg?

Í Kosovó voru ekki kjarnorkuvopn, ekki heldur í Rúanda, né í Súdan og nú vitum að svo var ekki í Írak. En er það nóg til að segja að innrás í ofbeldisríki sé aldrei réttlætanleg? Eru inngrip í voðaverk sem drýgð eru innan landamæra sjálfstæðra ríkja ætíð bannorð? Vitaskuld ekki. Sú staða getur komið upp og hefur komið upp að réttlátar þjóðir verða að láta til sín taka. Þess vegna er hægt að færa fyrir því rök að ráðast inn í ofbeldisríki, þar sem til dæmis er verið að beita þjóðina ofbeldi. Slíkt geta menn að sönnu ekki gert án umhugsunar, en allir hljóta að sjá að rétturinn til inngripa, jafnvel hernaðarlegra inngripa, er til staðar. Skýrsla Baker Hamilton nefndarinnar um Íraksmálin hefur verið upphaf mikillar umræðu. Hún er sannarlega vel rökstudd og barmafull af fróðleik um aðdragandann, umgjörð Íraksmálsins og þó einkum og sérílagi stöðuna nú. Hún er einnig góð leiðsögn um hvernig eigi að takast á við framtíðina í Írak. Það er enda mikilsverðasta umræðan og það sem mestu máli skiptir fyrir írösku þjóðina Þetta eru tvö álitaefni sem fjallað er um í þessum pistli...

Miklir framkvæmdatímar í vegagerð

Nú standa yfir dagar mikilla tíðinda í vegamálum á Vestfjörðum. Tíðindi síðustu örfárra vikna hafa sýnt okkur að þess er skammt að bíða að umfangsmestu vegaframkvæmdir frá dögum Vestfjarðaganga hefjist. Eftir tvö ár verður hægt að aka á bundnu slitlagi frá höfuðborgarsvæðinu og til Ísafjarðar. Jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar eru innan seilingar og framkvæmdir við tengingu Vestur Barðastrandarsýslu eru að hefjast með meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þegar allt þetta er talið sjá allir að nú eru að renna upp góðir tímar í samgöngumálum á Vestfjörðum. Stórir áfangar eru að komast í höfn og sem óðast rekur að öðrum. Næstu árin verða álíka fjárfestingar í vegagerð á Vestfjörðum og þegar Vestfjarðagöng voru gerð. Einn þýðingarmikill munur er þó á. Samhliða jarðgangagerðinni nú verða umtalsverðar vegaframkvæmdir í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og Austur Barðastrandarsýslu. Við upplifum nú nú góða tíma, framkvæmdatíma, vegagerðartíma....

Miklir framkvæmdatímar í vegagerð

Nú standa yfir dagar mikilla tíðinda í vegamálum á Vestfjörðum. Tíðindi síðustu örfárra vikna hafa sýnt okkur að þess er skammt að bíða að umfangsmestu vegaframkvæmdir frá dögum Vestfjarðaganga hefjist. Eftir tvö ár verður hægt að aka á bundnu slitlagi frá höfuðborgarsvæðinu og til Ísafjarðar. Jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar eru innan seilingar og framkvæmdir við tengingu Vestur Barðastrandarsýslu eru að hefjast með meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Þegar allt þetta er talið sjá allir að nú eru að renna upp góðir tímar í samgöngumálum á Vestfjörðum. Stórir áfangar eru að komast í höfn og sem óðast rekur að öðrum. Næstu árin verða álíka fjárfestingar í vegagerð á Vestfjörðum og þegar Vestfjarðagöng voru gerð. Einn þýðingarmikill munur er þó á. Samhliða jarðgangagerðinni nú verða umtalsverðar vegaframkvæmdir í Ísafjarðardjúpi, í Strandasýslu og Austur Barðastrandarsýslu. Við upplifum nú nú góða tíma, framkvæmdatíma, vegagerðartíma....

Maður minnist bæði stundarinnar og staðarins

Það eru nokkrir atburðir í lífinu sem eru svo eftirminnilegir að ósjálfrátt rifjast upp hvar maður var staddur þegar þeir áttu sér stað. Látum stórar persónulegar stundir liggja á milli hluta. Þær hafa vitaskuld sérstöðu. En til eru atburðir sem hent hafa og fréttnæmir urðu sem greypa sig með sérstökum hætti í vitundina. Þetta eru líklega stóratburðir að mati manns sjálfs. Einstæðir atburðir á margan hátt. Hér eru nefnd dæmin af morðinu á Kennedy forseta, hryðjuverkaárásunum 11. september árið 2001 og morðinu á John Lennon. Ólíkir heimsögulegir atburðir greipast í vitundina. Þeir marka tímamót og hafa áhrif. Þess vegna verða þeir svo minnisstæðir og fylgja manni á leið í lífsgöngunni. Þeir eru innbyrðis ólíkir en eiga það sameiginlegt að vera ógleymanlegir; svo ógleymanlegir að maður minnist bæði stundarinnar og staðarins. Og einmitt þessi pistill er skrifaður undir hughrifum eftir að hafa sótt tónleika þar sem flutt voru lög John Lennon....

Maður minnist bæði stundarinnar og staðarins

Það eru nokkrir atburðir í lífinu sem eru svo eftirminnilegir að ósjálfrátt rifjast upp hvar maður var staddur þegar þeir áttu sér stað. Látum stórar persónulegar stundir liggja á milli hluta. Þær hafa vitaskuld sérstöðu. En til eru atburðir sem hent hafa og fréttnæmir urðu sem greypa sig með sérstökum hætti í vitundina. Þetta eru líklega stóratburðir að mati manns sjálfs. Einstæðir atburðir á margan hátt. Hér eru nefnd dæmin af morðinu á Kennedy forseta, hryðjuverkaárásunum 11. september árið 2001 og morðinu á John Lennon. Ólíkir heimsögulegir atburðir greipast í vitundina. Þeir marka tímamót og hafa áhrif. Þess vegna verða þeir svo minnisstæðir og fylgja manni á leið í lífsgöngunni. Þeir eru innbyrðis ólíkir en eiga það sameiginlegt að vera ógleymanlegir; svo ógleymanlegir að maður minnist bæði stundarinnar og staðarins. Og einmitt þessi pistill er skrifaður undir hughrifum eftir að hafa sótt tónleika þar sem flutt voru lög John Lennon....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband