Færsluflokkur: Pistlar

Jólin draga fram barnið í okkur öllum

Ég hef aldrei setið jólamessu sem staðist hefur samjöfnuð við aðfangadagsguðsþjónustuna í Hólskirkju á þessum árum og að hlusta á jólaguðspjallið sem presturinn okkar hann sr. Þorbergur Kristjánsson las með sinni sérstöku hrynjandi; kvað skýrt að, svo hvert einasta orð var numið - og hugurinn hætti að reika heim að jólatrénu. Við lok guðsþjónustunnar þegar við tókum öll undir, börn og fullorðnir, með okkar góða kirkjukór og sungum Heims um ból, voru jólin búin að taka sér bólstað í hjarta manns. Mér hefur aldrei tekist að upplifa helgi jólanna eins sterkt og einmitt þá. Fyrir utan kirkjuna var kysst og faðmast og óskað gleðilegra jóla. Við vorum öll, eins og ein fjölskylda, kirkjugestirnir sem stóðum utan við kirkjuna okkar, í senn glöð og meyr og tilhlökkunin aftur búin að taka sér bólstað í hugum okkar smáfólksins. Þannig er komist að orði í pistli sem ég ritaði nú í Jólablað Vesturlands, sem vestfirskir Sjálfstæðismenn gefa út....

Mótvægisaðgerðir í þágu atvinnulífsins

Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þegar verið er að ráðstafa meira en 10 milljörðum króna er við því að búast að ýmis sjónarmið komi upp. Fyrir ríkisstjórninni vakti að veita þessu fé til stuðnings í þeim byggðarlögum og á þeim landsvæðum sem fá á sig mestu skerðingarnar vegna þorskaflaskerðingarinnar sem var ákveðin í sumar. Mikilvægt er að reyna að stuðla að því að þessir fjármunir fari þar sem þeirra er mest þörf í byggðarlögum sem háðust eru þorskveiðum og vinnslu . Bæði þarf að bregðast sé við með skammtímaaðgerðum, til þess að mæta atvinnumissi. En síðan er verkefnið að styrkja byggðirnar til lengri tíma. Í raun að stuðla að breytingum sem gera sjávarbyggðirnar okkar betur í stakk búnar til að þess að mæta sveiflum. Kannski má segja að verið sé að reyna að breyta sjávarbyggðunum í átt að því sem gildir um þjóðfélagið okkar í heild. Ísland var afar háð sveiflum í sjávarútvegi fyrir fáeinum árum. Nú eru fleiri stoðir undir samfélaginu og það því ekki jafn næmt fyrir sveiflunum....

Þegar ekki frétt varð heimsfrétt

Það er sérkennilegt hvernig upphefð manns kemur stundum utan að. Þetta sannaðist rækilega á dögunum, þegar sárasaklaus frétt um hvalveiðar, sem hafði marg oft birst hér á landi, í innlendum fjölmiðlum varð skyndilega að stórfrétt. Þetta gerðist eftir að fréttaveitan Reuters birti fréttina, sem hafði þó orðrétt birst rífri viku áður í Viðskiptablaðinu. Í Viðskiptablaðinu hafði fréttin enga athygli vakið. En þegar sá útlenski Reuter hafði þýtt hana á tungu Engilsaxa og fleytt henni um víðáttur veitu sinnar var eins og stórtíðindi hefðu átt sér stað. Þarna varð semsé ekki frétt að heimsfrétt. Vitaskuld var engin stefnumótun boðuð. Enda sjá allir að slíkt er ekki boðað í þýðingu Reuters á tíu daga gömlu viðtali sem lá galopið fyrir hverjum þeim sem læs var hér á landi. Þetta var með öðrum orðum algjört dómadagsrugl, þar sem hver át vitleysuna upp eftir öðrum. En svona er þetta. Upphefð manns kemur utan að; verst er þegar hún er svona óverðskulduð og algjörlega án minnsta tilefnis, eins og hver maður sér....

Góð og gild sparnaðarleið

Það er ljóst að fjárfesting í hlutafé er gild sparnaðarleið. Hún getur gefið almenningi beinan aðgang að því að njóta þess þegar vel gengur í atvinnulífinu. Það er því tvímælalaust ástæða að gefa þessu gaum. Þátttaka almennings í eignarhaldi atvinnulífsins er því ein leið til þess að bæta lífskjörin. Þess vegna er sú staðreynd að umtalsverður hluti framteljenda á hlutafé í einhverju formi mjög ánægjuleg og kemur heimilunum til góða við þessar aðstæður. Þannig er komist að orði í þessum pistli sem ritaður er í tilefni af því að skattskrár eru nýútkomnar. Athygli vekur einkum að þeir sem hæsta skatta greiða eru að njóta afraksturs af gríðarelgum hækkunum á hlutabréfum....

Í minningu vinar

Einar Oddur kom til þings með einstæða lífsreynslu. Hann hafði staðið fyrir öflugum og myndarlegum atvinnurekstri í heimabyggð sinni, var gjörkunnugur stjórnmálum og hafði uppskorið verðskuldaða aðdáun alþjóðar fyrir sinn mikla þátt í Þjóðarsáttinni. Vopnaður þessari miklu reynslu og leiftrandi gáfum, gæddur sannfæringakrafti mikils mælskumanns, hlaut hann að marka sér öflugan sess. Sú varð líka raunin. Til viðbótar við allt annað hafði Einar Oddur svo hæfileika sem ákaflega fáum er gefið; hann gat komið orðum að hlutum með svo einstæðum hætti að eftir því væri tekið. Þarna kom til frumleiki hans í hugsun og sá eiginleiki að skynja ný sjónarhorn sem okkur öðrum voru gjörsamlega lokuð. Enginn vafi er á því að einmitt þessir eiginleikar, glaðbeitt fas og alþýðleg framkoma, gerðu honum kleyft að innsigla það mikla afrek, þjóðarsáttina, sem borið hefur hróður hans víðast. Þar gagnaðist honum að geta brotið upp á frjórri hugsun og ná þannig árangri. Þetta er guðsþakkarverður eiginleiki sem fáum er gefinn. Aldrei varð ég var við að Einar Oddur miklaðist af þessu mikla afreki sínu. Margur hefði reynt nýta slík verk, sér til pólitísks framdráttar. En ekki Einar Oddur. Frekar dró hann úr hlut sínum þegar þessi mál báru á góma. - Þannig kemst ég að orði í minningargrein um Einar Odd Kristjánsson alþm. sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Greinin fer hér á eftir í heild sinni....

Ekki til fárra fiska metið

Tvennt skal gert hér að umtalsefni sem snertir umræðuna um aflaákvörðunina sem kunngerð var á föstudaginn var og mjög hefur verið til umræðu. Hið fyrra snýr að hinum veikari útgerðum og ef til vill þeim sem nýjastir eru í atvinnugreininni eða hafa keypt miklar aflaheimildir nýverið. Hitt snýr að áhrifunum á markaði fyrir fiskafurðir erlendis. Því hefur verið haldið fram að stjórnvöld hafi ekki hugað nægjanlega vel að þeim sem verst þola tímabundna skerðingu og einnig að mörkuðum okkar erlendis sé stefnt í tvísýnu vegna ákvörðunar um niðurskurð....

Í Grænlands fögru byggðum

Þetta hljómar allt kunnuglega. Grænlendingar horfa til þess að geta aukið fjölbreytni atvinnulífs síns og dregið úr hlutfallslegu mikilvægi þeirra atvinnugreina sem hafa verið snarasti þátturinn í atvinnusköpuninni hingað til. Tækifærin eru vonandi handan við hornið. Það bendir nefnilega margt til þess að grænlenskt samfélag geti verið að breytast hraðar ern okkur grunar. Þetta blasti við mér í minni heimsókn til Grænlands. Heimsóknin stóð stutt og einskorðaðist við lítinn hluta þessa mikla og merka lands; granna okkar í vestri. En margt kom á óvart og einkum blasir við að grænlenskt samfélag getur verið að ganga í gegn um miklar breytingar á næstunni. Myndir úr þessari heimsókn má skoða hér ....

Ábyrgðin er okkar

Ég hvet því til og óska eftir góðu samstarfi við alla hagsmunaaðila og þá sem að þessari ákvörðun koma á komandi vikum. Ég lít ekki þannig á að þetta sé tími mikilla upphrópana eða sleggjudóma. Þetta er tími yfirvegaðrar yfirferðar þar sem við reynum að komast að sameiginlegri niðurstöðu með það að markmiði að tryggja sem best stöðu íslensks sjávarútvegs og byggðanna sem eiga líf sitt undir öflugum sjávarútvegi. Og til lengri tíma litið vegna hagsmuna þess fólks - æskunnar - sem á að erfa landið. Þannig komst ég að orði í ræðu minni á Sjómannadaginn . Þar var ég að vísa til þeirrar vinnu sem er framundan varðandi fiskveiðiráðgjöfina. Þennan kafla ræðu minnar birti ég hér í þessum pistli í heild sinni...

Við erum sigurvegararnir

Þannig er því staðan núna. Sjálfstæðisflokkurinn er hinn afdráttarlausari sigurvegari. Það er mikið afrek í ljósi pólitískra aðstæðna. Ríkisstjórnin heldur meirihlutanum, gagnstætt því sem skoðanakannanir og álitsgjafar höfðu haldið fram. Vinstri grænir vinna ágætan sigur, en hann stendur þó í skugga hins mikla árangurs sem flokkurinn náði í skoðanakönnunum. Samfylking varð fyrir miklum vonbrigðum og hin fögru og áferðarfallegu orð um stöðu flokksins sem féllu af vörum forystumanna hans við lok kosninga eru marklítil. Frjálslyndi flokkurinn stendur í stað, en hefur augljóslega málað sig út í hið pólitíska horn með málflutningi sínum. Það blasir við öllum. Þetta eru stærstu drættirnir nú bak kosningum. Þetta voru gríðarlega spennandi kosningar og úrslitin lágu ekki ljós fyrir fyrr en um 9 í morgun....

Aldarspegill sjávarútvegsins

Ægir er í rauninni einstakt tímarit. 100 ára samfylgd hans og sjávarútvegsins skapar tímaritinu sérstöðu, af augljósum ástæðum. Með því að lesa í gegn um það sér maður sögu sjávarútvegsins í hnotskurn. Þar skrifuðu menn fyrr meir greinar til þess að vekja athygli á nýjungum á sviði sjávarútvegsins. Fræðimenn greindu okkur frá því sem helst var að gerast í hafrannsóknum og annars staðar að af vísindasviðinu. Við lásum um tíðindi úr verstöðvum, viðtöl við forystumenn og í þessu blaði talaði greinin einum rómi í gegn um heildarsamtök sín, Fiskifélag Íslands....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband