Aldarspegill sjávarútvegsins

Ćgir í eina öldOfan í kjallara á ćskuheimili mínu var myndarlegt skrifstofuherbergi ţar sem tvennt var ţungamiđjan. Útvarpiđ, sem alltaf var stillt á bátabylgjuna og ţađan sem sterkur rómur vestfirskra skipstjóra ómađi um allt húsiđ ţegar svo bar undir. Svo voru veggir herbergisins ţaktir bókum. Ţar skipađi tímaritiđ Ćgir mikinn virđingarsess. Nýir árgangar juku stöđugt rými sitt í hillunum og einn góđan veđurdag fékk fađir minn ritiđ allt innbundiđ í afmćlisgjöf. Ţetta var glćsilegt safn, ćttađ úr búi Emils Jónssonar forvera míns í stóli sjávarútvegsráđherra ( ţá raunar atvinnumálaráđherra)

Ţar međ var Ćgir orđinn dýrgripur í annarri merkingu líka. Eftirsóttur til lestrar sem fyrr, tímaritasafniđ allt í heillegri röđ, fallega innbundiđ og naut virđingar á heimilinu.

Ćgir hefur eiginlega veriđ mér samferđa á vissan hátt.

Ég man ađ ţví fylgdi sérstök spenna ađ lesa ítarlegar frásagnir af nýum bátum, sem birtust í tímaritinu. Fjölmiđlar gerđu slíkum málum önnur skil ţá og svo var ţjóđlífiđ allt fábrotnara. Fyrir strák, áhugasaman um sjósókn og sjávarútveg, var kjarngott ađ lesa lýsingu af nýjum bátum; hvort sem ţeir nú voru smíđađir úr furu og eik, eđa eđalstáli. Kannski ţćtti ţetta ekki spennandi lesning í dag, en ég var ekki einn um ţađ ađ lesa ţetta af áfergju. Og í dag eru ţessar frásagnir ómetanlegar heimildir um skipasögu okkar og bregđur upp mynd af framförum í útveginum.

Ćgir er í rauninni einstakt tímarit. 100 ára samfylgd hans og sjávarútvegsins skapar tímaritinu sérstöđu, af augljósum ástćđum.Međ ţví ađ lesa í gegn um ţađ sér mađur sögu sjávarútvegsins í hnotskurn. Ţar skrifuđu menn fyrr meir greinar til ţess ađ vekja athygli á nýjungum á sviđi sjávarútvegsins. Frćđimenn greindu okkur frá ţví sem helst var ađ gerast í hafrannsóknum og annars stađar ađ af vísindasviđinu. Viđ lásum um tíđindi úr verstöđvum, viđtöl viđ forystumenn og í ţessu blađi talađi greinin einum rómi í gegn um heildarsamtök sín, Fiskifélag Íslands.

Ţađ má ţví segja ađ Ćgir hafi í raun veriđ mikil ţungamiđja umrćđunnar um sjávarútveg, sem ţá var ólíkur ţví sem viđ ţekkjum í dag. Bćđi umrćđan og sjávarútvegurinn. Hin virku tengsl Fiskifélagsins viđ vísindaumhverfiđ sem óx smám saman, lituđu auđvitađ frásagnir blađsins og ţannig skipti blađiđ örugglega máli viđ ađ draga athyglina ađ nýjungum og framförum.

Ćgir er í rauninni mikill aldarspegill. Og ţess vegna er ţađ sérstaklega ánćgjulegt ađ ţađ hefur stađist tönn tímans svona vel. Ţađ er langt frá ţví sjálfgefiđ ađ Ćgir hafi lifađ af alla ţá brimskafla sem nútíminn reiđir yfir flest í umróti samtímans. Hin nánu tengsl viđ Fiskifélagiđ gaf blađinu lífsanda sem dugđi vel áratugum saman.

Ţví kynntist ég einmitt beinlínis. Fyrst sem félagi á Fiskiţingum um all nokkurra ára skeiđ og síđar sem formađur Fiskifélagsins. Smám saman varđ okkur ţó ljóst ađ Fiskifélagiđ, sem var gott til flestra hluta, var kannski ekki endilega best lagađ til útgáfustarfsemi, ţegar ţar var komiđ sögu. Ţađ ráđ sem Fiskifélagiđ brá ţví á, ađ fela útgáfuna í hendur annarra, var ţví í takt viđ ţćr breytingar sem hafa orđiđ í ţjóđfélaginu. Blađinu hefur hins vegar auđnast ađ halda sívirkum tengslum sínum viđ sjávarútveginn og vekja ţannig áhuga okkar sem viljum fylgjast međ umrćđunni um sjávarútvegsmál; jafn síkvik og breytileg sem hún er.

Á ţessum tímamótum vil ég ţví senda gömlum vini, tímaritinu Ćgi, afmćliskveđjur og vćnti ţess ađ njóta samfylgdar áfram, svo ađ blađiđ geti um ókomna tíđ orđiđ sá aldarspegill sjávarútvegsins sem ţađ hefur veriđ frá öndverđu.

 

Greinin birtist í afmćlisriti Ćgis í tilefni aldarafmćlist tímaritsins




« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband