Þegar verðmæti verða til

Klippt á borðannVígsla Þörungaverksmiðjunnar á Bíldudal sl. laugardag var hátíðleg og markaði upphaf að nýjum og betri tímum. Ég fékk þann heiður að flytja ávarp við opnunina og klippa á borða til þess að marka upphaf þessarar verksmiðjustarfsemi.

Verksmiðjan verður vinnustaður amk. tíu manna og mun hafa mikil og jákvæð áhrif á samfélagið allt á sunnanverðum Vestfjörðum. Með endurreisn fiskvinnslunnar á Bíldudal, undir kröftugri forystu fyrirtækjanna Odda á Patreksfirði og Þórsbergs á Tálknafirði, sem nú er í burðarliðnum, mun ennfremur setja mikinn mikinn afl í samfélagið á Bíldudal sem hefur mátt ganga í gegn um erfiðleika á umliðnum árum. Það var táknrænt að fyrstu fiskunum var rennt i gegn um flökunarvélarnar í fiskvinnslunni á Bíldudal daginn áður en að Kalkþörungaverksmiðjan var formlega opnuð.

Það eru liðin sjö ár frá ví að atburðarrásin hófst. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða seti sig í samband við Les Auchincloss og hans menn sem störfuðu meðal annars á þessu sviði. Samstarfsaðili þeirra hér á landi er fyrirtækið Björgun undir forystu Sigurðar Helgasonar. Að öllu var farið með gát og yfirvegun. Rannsóknir voru framkvæmdar í Arnarfirði og fengu til þess styrk af fjárlögum. Hið írska fyrirtæki skoðaði málið með augum hins alþjóðlega fjárfesta með þekkingu á þessu sviði. Stundum litu hlutirnir vel út, en stundum illa. En áfram miðaði. Og svo kom svarið að lokum. Við viljum fara í verkefnið. Þá létti okkur mörgum.

Síðan hafa staðið yfir miklar framkvæmdir. Upp er komið stórmyndarlegt verksmiðjuhús á hafnarbakkanum, búið að ráða mannskapinn og vélarnar hafa verið ræstar.

Stjórnvöld komu að verkinu með myndarskap. Undir forystu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra var afráðið að ríkið kostaði að mestu, en í samvinnu við sveitarfélagið, hafnargarðinn á Bíldudal, sem var forsenda verskiðjurekstrarins. Sú framkvæmd mun og nýtast annarri starfsemi á svæðinu.

Í rauninni er hér að gerast stórkostlegur hlutur. Kalkþörungarnir hafa legið ósnertir á hafsbotni; einskonar hugsanleg auðlind. Að eiginlegri auðlind urðu kalkþörungarnir ekki fyrr en þeirm var breytt í verðmæti, að frumkvæði heimamanna, með þátttöku aðila sem höfðu til að bera þekkingu, fjármuni, athafnasemi og tök á markaðnum. Þar með breyttust kalkþörungarnir í verðmæti.

Þess munu njóta allir starfsmenn fyrirtækisins, eigendur þess, samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum og í raun íslenska þjóðin. Ábatinn skilar sér í verðmætri vinnu, tekjum og útflutningsverðmætum. Það hefur svo verið eftirtektarvert að forráðamenn fyrirtækisins hafa lagt áherslu á að verða strax virkir þátttakendur í samfélaginu, með margs konar stuðningi við samfélagsleg verkefni, menningaratburði og þess háttar. Þannig verður verksmiðjan og atvinnureksturinn strax velkominn hluti af því umhverfi þar sem hún starfar.

Laugardagurinn, 28. apríl var góður dagur í atvinnusögunni. Til hamingju með þann dag.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband