Færsluflokkur: Blogg
5.5.2010 | 23:20
Sögulegar en ekki einstæðar kosningar í Bretlandi
Kosningarnar sem eru framundan í Bretlandi verða væntanlega sögulegar, en fráleitt einstæðar, eins og ráða hefur mátt af umræðum. Sókn Frjálslyndra demókrata er auðvitað markverð, en eins og skoðanakannanir standa núna er ekki ólíklegt að flokkurinn...
3.5.2010 | 23:35
Hvað koma slík smámál okkur við?
Áherslurnar í þjóðmálaumræðunni eru sérstakar um þessar mundir. Í síðustu viku fóru fram á Alþingi umræður um tvö stórmál sem að jafnaði hefðu hlotið einhverja athygli. En ekki núna. Hvorug þessara mála vöktu nægjanlega athygli svo að þau rötuðu inn...
1.5.2010 | 12:26
Lurkakynding í stað hitaveitna !
Ríkisstjórnin hefur því miður gefið alltof fá tilefni til þess að uppskera hól á þessari bloggsíðu. Það er því mikilvægt að grípa þau færi þegar gefast. Það skal gert hér og nú. Í gær var hér skrifað um einn anga byggðaáætlunar ríkisstjórnarinnar og...
30.4.2010 | 10:46
Vinstri grænir fjarverandi byggðaumræðuna
Sú var tíðin að þingmenn Vinstri grænna létu sig ekki vanta þegar byggðamál voru rædd á Alþingi. Hér áður og fyrr hefði það verið útilokað að þingmenn flokksins tækju ekki þátt í umræðunni þegar á dagskrá var ný Byggðaáætlun. En nú eru breyttir...
29.4.2010 | 15:08
Flokkur atvinnulífsins?
Þingmaður Samfylkingarinnar kvað upp úr um það fyrir fáeinum mánuðum að nú væri orðin vík á milli Sjálfstæðisflokksins og atvinnulífsins. Samfylkingin væri hins vegar orðinn hinn eini raunverulegi flokkur atvinnulífsins, allt vegna þess hve sá...
25.4.2010 | 22:11
Ríkisstjórnin í leynibralli með vogunarsjóðum
Nú liggur það fyrir. Ríkisstjórnin er á kafi í leynimakki með erlendum vogunarsjóðum um atriði sem tengjast eignarhaldi á Arion banka og Íslandsbanka. Ráðherrarnir þverneita að upplýsa Alþingi eða þjóðina hverjir eigi núna bankana. Þær upplýsingar...
21.4.2010 | 15:08
Nú er öldin önnur
Það er athyglisvert hve vinstri menn skeyta skapi sínu á forsetanum þessa dagana. Úr röðum þingmanna Vinstri grænna mátti heyra afsagnarkröfu á hendur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Formaður flokksins og fjármálaráðherra , sem er jarðfræðingur að...
20.4.2010 | 09:59
Þeir hefðu froðufellt
Veltu einu fyrir okkur. Hvað hefði gerst ef einhverjir aðrir stjórnmálaflokkar en VG og Samfylking stæðu fyrir því að afhenda hópi fólks, sem enginn veit hverjir eru, öll yfirráð í tveimur af þremur stærstu bönkum landsins. Það er auðvelt að geta...
18.4.2010 | 22:23
Vandræðagangur á heimavígstöðvunum
Afgreiðsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á endurskoðun samkomulagsins við okkur, rifjar fyrst og fremst upp eitt. Það að endurskoðunin hefur tafist von úr viti. Þar er auðvitað við sjóðinn að sakast að hluta til. Sjóðurinn breytti sér í eins konar...
16.4.2010 | 10:18
Tók enginn eftir þessu?
Þegar skýrsla Rannsókanrnefndarinnar er lesin virðist blasa við að þegar fjárfestahóparnir keyptu bankana hafi þeir ekki haft það að augnamiði að reka banka. Þeir voru bara að "kaupa" sér aðgang að skotsilfri til eigin athafna, eins og hér var vakin...