Jóhanna rifjar upp hótanatakta sína

 

 

Jóhanna Sigurðardóttir var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar í gær. Hún var með hótanir í ýmsar áttir. Þannig hefur liðið allur hennar þriggja áratuga stjórnmálferill. Hún hefur reynt að ná sínu fram með hótunum.

Spyrjið bara hennar gömlu flokksfélaga , til dæmis þá Jón Sigurðsson fyrrv. ráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. formann Samfylkingarinnar?

Þessi vinnubrögð notaði hún til þess að slíta út fjármuni til þeirra málaflokka sem hún stýrði í ríkisstjórnum. Núna er hún forsætisráðherra og beitir þeim vopnum sem hún hefur oftast handleikið; hótununum, jafnt gegn samstarfsfólki og andstæðingum.

Ræða hennar á flokksráðsfundinum var ódulbúin árás á tiltekna þingmenn VG. Í henni fólust bein skilaboð til þeirra um að hafa sig hæga. Í raun stillti hún þeim upp sem óábyrgum lýðskrumurum sem vildu fleyta rjómann,en tækju aldrei ábyrgð á neinu.

Þetta er sami söngurinn sem hefur hljómað frá Samfylkingunni af mismiklum krafti, jafnt leynt og ljóst.

Nú er órólegu deildinni í VG enn einu sinni sagt að þeir hafi líf fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni í hendi sér. Annnað hvort láti þeir af iðju sinni, eða beri ábyrgð á því að stjórnin beri brátt beinin.

Nú er spurningin hvort menn láti hótanir formanns Samfylkingarinnar beygja sig. Til þess er leikurinn bersýnilega gerður. Ræða forsætisráðherra hefur þann tilgang að kúga VG liða til skilmálalausrar undirgefni. Þetta er gamalkunnug kúgunar-  og ofríkistilraun, að hætti Jóhönnu Sigurðardóttur.

Reynslan kennir hins vegar að því meir sem menn beygja sig undan hótanapólitík forsætisráðherrans því lengra gengur hún. Það hljóta hinir reynslumiklu þingmenn í forystu VG að vera farnir að læra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband