Þrískipting ESB?

 

Það er stundum sagt að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Þetta er rétt og á afskaplega vel við þegar rætt er um Evrópusambandið. Veikleikar þess hafa komið  skýrt í ljós síðustu mánuðina. Þversögnin í starfi ESB er auðvitað sú að það getur ekki staðist nema að miðstjórnarvaldið verði aukið.

Sameiginleg mynt og peningamálastefna gengur ekki upp nema að samræmis sé gætt í fjármálastjórn ríkjanna. Það krefst stóraukins miðstjórnarvalds og að hlutverk þjóðþinganna verði veikt. Niðurstaðan á tveggja tíma fundi Merkel og Sarkozy fól í sér var skref í þessa áttina. Engin niðurstaða varð hins vegar varðandi hugmyndina um útgáfu evrópuskuldabréfa sem þjóðirnar tækju ábyrgð á. Það stóra mál er ennþá óleyst, en mun ekki víkja af dagskrá evrulandanna.

Williams Rees Mogg ritstjóri The Times til áratuga skrifar í sitt gamla blað athyglisverðar vangaveltur um þessi mál. Hann veltir þar upp íhugunarverðum kosti. Rees-Mogg segir að ef ESB takist ekki að leysa vandræði sín sé ekki ólíklegt að ESB verði í reynd þrískipt. 1. Skandinavísku löndin, Bretland og írland. 2. Hin sterku ríki Mið Evrópu . 3 Hin veikari hagkefi í ríkjunum við Miðjarðarhafið.

Kostir þessa fyrir evrópusamstarfið segir hinn gamli ritstjóri að geti verið margháttaðir.

Norðurlöndin og, Bretland og Írland gætu fengið tækifæri til þess að ráða sínum eigin málum í samræmi við aðstæður ríkjanna. Gömul og söguleg hefð sé að baki samstarfi þessara ríkja, sem meðal annars megi skýra með tilvísun til sameiginlegrar menningararfleifðar.

Þessu gætu líka fylgt kostir fyrir Frakka og Þjóðverja, sem þá gætu þróað evrusamstarfið að eigin vild, án þess að taka á sig mögulegrar byrðar vegna vandræða annars staðar á evrusvæðinu. Og loks  væri hægt að þróa stuðning við Miðjarðarhafsríkin án þess að það setti mögulega efnahagsstöðu annarra ríkja í uppnám.

Og greininni lýkur Willam Rees – Mogg svona: “Svo er að sjá sem kerfið í Brussels é orðið að “veika manninum í Evrópu”. En við höfum hins vegar enga hugmynd um hvernig við getum komið því úr bælinu, þar sem við kúrum öll núna”.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband