Málið mátti ekki samþykkja af því það kom frá Sjálfstæðisflokknum

Það er gríðarlega brýnt að allri óvissu sé eytt vegna mögulegra lagatúlkana sem lúta til dæmis að gengislánum og öðrum þeim atriðum sem snúa að hagsmunum heimilanna og atvinnulífsins. Á meðan óvissa ríkir er ekki hægt að ljúka fjárhagslegu uppgjöri við heimilin og atvinnulífið. Þetta tefur allt endurreisnarstarf í landinu og heimilin og atvinnulífið blæða.

Siguður Kári Kristjánsson 

Þessu þarf að breyta og því verður ekki breytt nema með lagabreytingum, sem tryggi að ágreiningur um meðferð gengislána fái sérstaka flýtimeðferð á Alþingi. Þetta hafa hæstaréttarlögmenn bent á.

Nú vill svo til að frumvarp þessa efnis hefur legið fyrir á Alþingi. Það var lagt fram á Alþingi 24. júní árið 2010, eða fyrir um tveimur árum síðan. Frumvarpið hefur verið endurflutt í tvígang síðan. Sjá HÉR og HÉR. En hefur ekki fengið afgreiðslu.

Og hvers vegna skyldi það nú vera? Jú svarið er einfalt. Ástæðan er sú að það voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem fluttu það, undir forystu Sigurðar Kára Kristjánssonar. Þess vegna mátti ekki taka málið til afgreiðlu. Því réði sem sé pólitísk meinbægni af hálfu stjórnarmeirihlutans. Það voru  – hinar annarlegu pólitísku hvatir stjórnarliða sem  gerðu það að verkum að þetta mál er enn ekki orðið að lögum.

Fyrir vikið er hér allt í hífandi óvissu. Það féll hæstaréttardómur sem leiddi til þess að mjög mörg  erlend lán reyndust ólögleg; enginn vissi hve nákvæmlega mörg. Síðar féll annar dómur sem hafði í för með sér að enn fleiri erlend lán fóru í þennan flokk. Nú nýverið var dómur felldur sem gerði það að verkum að vaxtaútreikningar þessara ólöglegu lána reyndust ólöglegir í einhverjum tilvika. Enginn veit hve mörgum og nú tala menn um að úr þessu verði ekki skorið nema fyrir dómstólum. Eftir löng og margvísleg málaferli

Þá blasir við að slíkt tekur kannski upp undir tvö ár í hverju tilviki fyrir sig. Við erum því hér að tala um mörg ár.

 Á meðan ríkir óvissan. Fólk veit ekki hvað það á né skuldar. Fyrirtækin eru seld undir sömu sök. Enginn getur með vissu vitað um stöðu sína. Fólk veit ekki um afkomu sína. Fyrirtækin geta illa fengið fjárhagslega fyrirgreiðslu af þvi að enginn getur með fullu vitað um stöðu efnahagsreikninga þeirra. Fjármálafyrirtækin vita ekki heldur ekki um eigin efnahagsreikninga, af því að þau vita ekki á þessari stundu hvað þeim beri að afskrifa af útlánum sínum.

Og verst er að þetta hefði þurft að vera svona. Við hefðum getað verið komið með miklu skýrari mynd. Ef bara að lögum hefði verið breytt, til þess að tryggja flýtimeðferð fyrir dómstólum.

En það mátti bara ekki af því að það voru Sjálfstæðismenn höfðu lagt það til.

Svona er nú hugsunarhátturinn, svona eru nú vinnubrögðin. Og er það þá nokkuð að undra að virðing almennings fyrir  helstu valdastofnunum samfélagsins fari þverrandi og fólkið í landinu upplifi fullkomið ráðleysi og árangursleysi stjórnvalda. Þegar það blasir við eins og í þessu dæmi að pólitísk meinbægni stjórnarherranna og frúnna kemur í veg fyrir að almenningur í landinu nái rétti sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband