Furšuleg umręša į Alžingi

Mjög sérkennileg umręša fór fram į Alžingi ķ gęr aš frumkvęši nokkurra žingmanna rķkisstjórnarflokkanna. Umręšan sneri aš lįnveitingum Sešlabankans į haustdögum 2008 til Kaupžings, meš veši ķ traustri eign hans,-  langt innan allra ešlilegra vešmarka, -  sem var FIH bankinn ķ Danmörku. Allt žaš mįl hefur veriš ķtarlega rannsakaš og žį fyrst og fremst į vegum Rannsóknarnefndar Alžingis og birt ķ hinni ķtarlegu skżrslu nefndarinnar.

Sešlabanki Ķslands. Stjórnarlišar tala um rķflega 3 įra gamalt mįl žegar Sešlabankinn fellir įfellisdóm um efnahagsstjórn rķkisstjórnarinnar

Nś, nęr žremur og hįlfu įri sķšar, telja stjórnarlišar įstęšu til frekari rannsóknar. Athyglisvert er aš sś rannsókn sem kallaš var eftir sneri einvöršungu aš žessum atburšum ķ október įriš 2008. Engin įstęša žótti til žess aš rannsaka žaš sem sķšar geršist, į vakt nśverandi rķkisstjórnar, žear vešiš glutrašist nišur.

En af hverju er veriš aš rifja žetta mįl upp nśna? Svariš er einfalt. Žennan dag, sem sagt ķ gęrmorgun, hafši Sešlabankinn hękkaš vexti, til žess aš bregšast viš žvķ aš rķkisstjórnin hefur gjörsamlega misst stjórn į efnahagsmįlum, gengi krónunnar ķ nęr frjįlsu falli, bošaš er aš viš munum bśa hér viš gengishöft um mörg įr til višbótar og veršlagiš er fariš gjörsamlega śr böndunum.

Ég tók žįtt ķ žessari umręšu og flutti eftirfarandi ręšu:

Viršulegi forseti. Žaš er athyglisvert aš žetta gamla mįl um lįnveitinguna til FIH-bankans er sett į dagskrį žennan morgun og nś er kallaš eftir sérstökum rannsóknum. Eins og hér hefur margoft komiš fram hafa žęr rannsóknir fariš fram, mešal annars į vegum rannsóknarnefndar Alžingis, og birtar voru um žęr upplżsingar ķ rannsóknarskżrslunni sjįlfri. Žaš sem liggur žarna fyrir er žaš aš žetta lįn var į sķnum tķma veitt viš mjög žröngar ašstęšur, eins og hér hefur veriš rakiš, gegn vešum sem žį voru talin mjög trygg og voru žį langt innan allra vešmarka sem Sešlabanki Ķslands og ašrir sešlabankar settu sér žegar veriš var aš taka įkvaršanir um lįn af žessu taginu.

Žaš er sķšan mikiš rannsóknarefni hvers vegna žaš geršist aš žaš tókst svo illa til viš sölu į žessari eign aš žetta veš viršist hafa veriš aš glatast. Žaš er hlutur sem viš žurfum žį aš rannsaka og žį skulum viš fara ķ aš rannsaka žaš. Allt įriš 2008 lį Sešlabanki Ķslands undir haršri gagnrżni, mešal annars śr žeim ręšustóli sem ég stend nś ķ, fyrir aš vera ekki nógu śtbęr į fé til bankakerfisins į landinu, vera ekki nógu duglegur aš greiša fyrir lįnsfjįrmögnun bankanna, leysa śr lausafjįrvanda bankanna. Žaš var sś gagnrżni sem fór fram į įrinu 2008 ķ garš Sešlabanka Ķslands. Sešlabanki Ķslands var mjög varkįr, hann var mjög ķhaldssamur og žess vegna skżtur mjög skökku viš aš į žessum degi skuli tekin upp umręša sem lżtur aš žvķ aš gagnrżna Sešlabankann fyrir aš hafa veitt lįn til tiltekins banka gegn miklum og góšum tryggingum į žeim tķma og var žess vegna alls ekki neitt óešlileg.

Žaš sem er veriš aš gera er aš dreifa athyglinni frį žvķ aš hér uršu stór tķšindi į vettvangi Sešlabanka Ķslands ķ morgun sem var vaxtahękkunin sem er aušvitaš įfellisdómur yfir efnahagsstefnu rķkisstjórnarinnar og sżnir okkur svart į hvķtu aš rķkisstjórnin hefur (Forseti hringir.) ekki ķ žessu mįli nokkra stjórn į atburšarįsinni eša žvķ verkefni sem henni hefur veriš trśaš fyrir.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband