Kunnugleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

 

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar varðandi fyrirhugaða skattlagningu á ferðaþjónustuna eru óskaplega kunnugleg. Fyrst er hent fram vanhugsaðri hugmynd að skattlagningu ( eins og svo oft áður). Svo er brugðist við gagnrýni með því að setja á laggirnar starfshóp um málið ( eins og svo oft áður). Svo er ekkert hlustað á það sem þar er sett fram af þeim sem best þekkja til ( ekki frekar en áður) Og loks er kastað fram hugmyndum um heldur minni skattlagningu en áður hafði verið boðað og sagt að þar með sé komið til móts við gagnrýnina( eins og svo oft áður)

Sunnanverdir-Vestfirdir-2012-140 Við fossinn Dynjandi í Arnarfirði.14% skattahækkun á gistingu, kemur harðast niður á gistihúsum á  landsbyggðinni vegna takmarkaðs nýtingartíma og bílaleiguskatturinn er í rauninni skattur á ferðaþjónustu landsbyggðarinnar.

Þetta er sem sagt allt saman eftir bókinni. Illa undirbúin mál.Hugmyndir sem standast ekki skoðun og útfærslur sem ekki ganga upp. Í staðinn verða lögfestar breytingar sem valda miklu tjóni, en þó aðeins minna tjóni en ella hefði orðið.

Núverandi fjármálaráðherra, markaðssetti sig sem sérstakan vin ferðaþjónustunnar, þegar hún var ráðherra ferðamála. Nú sýnir hún vinarbragð sitt með því að hætta við stórkarlalegar og vanhugsaðar skattabreytingar, en kynnir í staðinn aðeins minna vonda tillögu, sem mun þó setja mörg ferðaþjónustufyrirtæki í mikinn vanda, draga úr aukningu á komum ferðamanna og skaða hagsmuni okkar þannig.

Ferðaþjónustufyrirtækin  hafa fyrir löngu selt ferðir og gengið frá verðsamningum. Nú munu þessar ferðir hækka um 14% og sá kostnaðarauki lenda á fyrirtækjunum, sem mörg hver ráða ekki við hann.

Og svo er það eitt annað.

Ríkisstjórnin boðaði líka auknar álögur á bílaleigufyrirtækin. Þær álögur munu sérstaklega lenda á landsbyggðinni. Áhrif skattahækkananna verða nefnilega þannig að bílaleigurnar hætta að bjóða ótakmarkaðan akstur, sem aftur dregur úr vilja og getu viðskiptavinanna  til þess að ferðast, nema um stutta vegalengd.

Ríkisstjórnin hyggst greinilega ekki hverfa frá þessari skattheimtu, en heldur henni til streitu.

Áhrifin  af  þessum breytingum verða sérlega skaðleg fyrir landsbyggðina: 14% skattahækkun á gistingu, kemur harðast niður á gistihúsum á  landsbyggðinni vegna takmarkaðs nýtingartíma og bílaleiguskatturinn er í rauninni skattur á ferðaþjónustu landsbyggðarinnar.

Eins og áður kjósa stjórnvöld að vega stöðugt  í sama knérunn og veikja atvinnulíf landsbyggðarinnar, rétt eins og fyrri daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband