Þáttaskil


Viðtalið við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins hefur verið  á allra vörum síðustu dægrin. Það er ljóst að þetta viðtal hefur valdið þáttaskilum. Umræðan ber það einfaldlega með sér. Bjarni hefur augljóslega fengið mikinn byr í seglin. Það verður maður var við hvert sem maður fer.

bjarniben Þeir sem vildu slæma höggi á Bjarna Benediktsson reiddu einfaldlega of hátt til höggs. Fólki ofbauð.

En hvers vegna? Af hverju þessar breytingar og af hverju urðu þessi miklu og jákvæðu viðbrögð.

Bjarni Benediktsson hefur mátt sæta óvenjulega skepnulegum árásum undanfarin misseri. Leitun er að öðru eins á Íslandi undanfarin ár. En svo var eins og stigið hafi verið einu skrefi of langt. Árásir DV voru kannski afgreiddar öðruvísi; þær komu úr ranni þess blaðs. En þegar þessar árásir komu frá blaði sem naut annars álits, þá var eins og fólk hefði fengið nóg.

Þeir sem vildu slæma höggi á Bjarna Benediktsson reiddu einfaldlega of hátt til höggs. Fólki ofbauð.

Og þegar formaður Sjálfstæðisflokksins, sem enginn hefur nokkurn tímann séð nokkuð hrína á, talaði hispurslaust um þetta í sjónvarpinu,  gerði almenningur sér grein fyrir að einhver takmörk hljóti að teljast fyrir því sem hægt er að gera. Jafnvel þó svo að stjórnmálamenn eigi í hlut.

Ég lýsti þessu strax á föstudaginn á facebook síðunni minni  þar sem ég rakti hvernig  ég  hefði varla komist fótmál vegna þess að ég var ýmist stoppaður á götu eða svaraði símhringingum  frá fólki sem vildi tjá hug sinn formanns Sjálfstæðisflokksins. Það sagði líka frá vinum, frændfólki, vinnufélögum og kunningjum,  sem hingað til hefði ekki ætlað að kjósa flokkinn, hefði nú skipt um skoðun. Skoðun þessa fólks á Sjálfstæðisflokknum og formanni hans hefði sem sagt gjörbreyst.

hannabirna Við sjálfstæðismenn höfum á að skipa glæsilegu forystufólki. Bjarna Benediktssyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Þetta færir okkur vonandi byr í seglin. Við höfum á að skipa glæsilegu forystufólki. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður  eru glæsileg forysta, sem ég hef mikla trú á. Sefnumörkun flokksins er málefnaleg, öfgalaus og vel undirbúin. Þær tillögur sem við höfum í skuldamálum heimilanna munu virka frá fyrsta degi. Þær fela ekki í sér að við þurfum að bíða jafnvel árum saman eftir því hvort og þá hve mikið samningar við þrotabú gömlu bankanna færa okkur í aðra hönd.

Undir forystu Bjarna og Hönnu Birnu er það verkefni okkar að gera þessi stefnumál okkar aðgengileg fyrir almenningi í landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband