Skattleysismörkin eru hæst á Íslandi

Axel HallEitt er vinsælt að segja í stjórnmálaumræðunni núna. Það er vísað til þess sem kallað er norræna módelsins, í efnahagsmálum og uppbyggingu velferðarkerfisins. Hér er meðal annars vísað til ágæts árangurs Norðurlandabúa í efnahagsmálum, góðra lífskjara og velferðarkerfis sem byggt hefur verið upp. Stundum er kosið að freista þess að draga upp þá mynd að á Íslandi sé þessu öfugt farið.

Þessu héldu til dæmis fram tveir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem skruppu í pólitískum erindagerðum til Danmerkur og sögðu þar allt með öðrum og betri róm. En er þetta þannig?

Alls ekki.

Tökum dæmi. Í nýrri þjóðhagsáætlun er greint frá miklum bata lífskjara hér á landi og hefur kaupmáttur almennings aukist um 75% frá árinu 1994. Aðeins í olíuríkinu Noregi er hægt að finna samsvarandi dæmi.

Hagfræðingarnir og háskólakennararnir Axel Hall og Ragnar Árnason hafa sýnt fram á að jöfnuður sé mikill hér á landi. Gagnstætt því sem haldið hefur verið fram.

Í Fréttablaðinu á miðvikudag skrifar svo Axel Hall grein, þar sem hann dregur fram athyglisverðar staðreyndir um samanburð Íslands og annarra Norðurlanda.

Í fyrsta lagi kemur þar fram að hið opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu er hæst í Svíþjóð, þá Danmörku, Finnlandi og loks Íslandi og Noregi sem eru á svipuðu róli. Þetta er athyglisvert í ljósi þeirrar gagnrýni að vöxtur opinberra samskipta væri óeðlilegur.

Í annan stað kemur fram að hæsti og lægsti jaðarskattur er miklu lægri hjá okkur en í velsældarríki Samfylkingarinnar, Danmörku. Þar er greinilegt að sá flokkur ætlar að leita fyrirmynda. Það kom beinlínis fram í sjónvarpsviðtali við þá frambjóðendur flokksins sem fyrr eru nefndir.

Loks er að geta þess að skattleysismörk er þau hæstu á íslandi, af öllum Norðurlöndunum. Hjá okkur eru þau 900 þúsund. Lægstu skattleysismörk í Svíþjóð eru innan við eitt hundrað þúsund. Í Danmörku um 400 þúsund til 470 þúsund krónur.

Þetta er athyglisvert vegna þess að oft er gagnrýnt að skattleysismörkin hér á landi séu ekki hærri en raun ber vitni um.  Og það er líka athyglisvert að til Norðurlandanna er vísað sem sérstakrar fyrirmyndar í skatta og velferðarmálum. Það er í sjálfu sér sjónarmið og sannarlega er margt vel gert hjá frændum okkur á Norðurlöndunum. En tíðindi hljóta það að teljast að í fyrirmyndarríkjunum eru skattleysismörk allt að nífalt hærri hjá okkur,  en þar sem þau eru lægst á Norðurlöndunum.

Ætli menn séu að vísa til þessa norræna módels, með skattleysismörk oní 100 þúsund kalli í stað 900 þúsunda eins og hér?




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband