30.4.2007 | 22:59
Nordvesturland.is
Við sjálfstæðismenn í norðvesturkjördæmi höldum úti líflegum og áhugaverðum vef sem vert er að vekja athygli á, nordvesturland.is. Þar kennir margra grasa og er kappkostað að gera því sem hæst ber hverju sinni góð skil. Nýjar fréttir daglega, greinar, næstu fundir, upplýsingar um frambjóðendur og kosningaskrifstofur og margt fleira.
Blaðið okkar Nýtum sóknarfærin sem kom út í dymbilvikunni er aðgengilegt á vefnum og innan skamms verður næsta tölublað þar einnig. Því verður dreift um allt kjördæmið seinni part þessarar viku. Í blöðunum tveimur er fjallað um fjölmargt er snertir kjósendur okkar og verða samgöngumál þungamiðja næsta tölublaðs.
Í myndaalbúmi vefjarins getur að líta svipmyndir víðs vegar að úr kjördæminu og utan þess einnig; frá tugum funda og annarra viðburða sem efnt hefur verið til undanfarnar vikur. Alltaf bætist í safnið enda hvergi slegið slöku við.
Á morgun, þriðjudaginn 1. maí, verða t.d. tvær kosningaskrifstofur opnaðar í kjördæminu; á Hvammstanga og Blönduósi. Við ljúkum svo deginum með fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra í kosningamiðstöðinni á Akranesi annað kvöld klukkan 20:00.
Meginflokkur: Blogg | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook