Áfengisgjald og áfengisverð

ÁfengiUmræður um áfengisgjald hafa sett nokkuð svip sinn á umfjöllun fjölmiðla upp á síðkastið. Blaðið hefur gert þessum málum ágæt skil og Þorsteinn Pálsson ritaði leiðara í Fréttablaðið um skylda hluti. Í umræðunni hefur komið fram að áfengisverð er hátt hér á landi, meðal annars á veitingastöðum og síðan hitt að áfengisgjald er hér á landi með því hæsta sem þekkist. Hvort tveggja eru þekktar staðreyndir. Tvennt er ástæða til þess að bæta við í þessa umræðu.

Í fyrsta lagi varðandi áfengisgjaldið. Þannig er að í tíð Geirs H. Haarde sem fjármálaráðherra var mörkuð sú stefna að hækka gjaldið ekki í tilviki léttra vína og bjórs og hefur það því í rauninni lækkað mjög umtalsvert að raungildi undanfarin ár. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni. Þar sást að raunvirði áfengisgjaldsins hefði lækkað um 30 prósent í tilviki léttvína og um fjórðung varðandi bjórinn.

 Síðar spurði Birgir Ármannsson alþingismaður um þróun áfengisgjaldsins á árunum 1999 til 2005. Svarið er afar skýrt. Áfengisgjald á bjór lækkaði um  29 prósent á þessu tímabili, á léttvíni um rúm 36% og á sterkum vínum um 14,4%. Þetta er mjög umtalsverð lækkun. Þá ætti styrking krónunnar núna að skila sér í lækkandi verði á þessum vöruflokkum eins og öðrum innflutningsvörum. Athyglisvert er hins vegar að í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Birgis er það sérstaklega nefnt að slíkar gengisbreytingar skila sér illa til lækkunar í vöruverði.

Hitt atriðið sem er vert að nefna er skýrsla sem unnin var á árinu 2005 að frumkvæði samgönguráðuneytisins  í tíð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um verðlagningu áfengis á Íslandi. Höfundur skýrslunnar er Reynir Ragnarsson MBA, löggiltur endurskoðandi. Þar kemur  vel fram að áfengisgjaldið skýrir ekki nema að takmörkuðu leyti hið háa verð á áfengi í veitingahúsum. Áfengisgjaldið er 12% af útsöluverði á rauðvíni, 19% af sterkum drykkjum og 11% af verði bjórs á veitingahúsum. Hlutur veitingahúsanna er hins vegar 51 til 60% af útsöluverði vörunnar.

Í skýrslunni segir ennfremur:

"Hægt er að fullyrða að hátt áfengisverð á Íslandi er ekki aðeins áfengisgjaldinu að kenna. Há álagning á vínveitingahúsum hefur hér veruleg áhrif. Engin afstaða er tekin til þesshvort sú álagning sé eitthvað óeðlileg. Á Íslandi er frjáls samkeppni og frjáls álagning þannig að verðlagning áfengis hlýtur að taka mið af markaðnum á hverjum tíma. Ef lækka á áfengisverðið á Íslandi verða hagsmunaaðilar, bæði ríkið og handhafar vínveitingaleyfa, að taka höndum saman í þeim efnum með því að lækka bæði áfengisgjaldið og álagningu hjá veitingahúsunum."

Þetta eru athyglisverðar staðreyndir. Annars vegar mjög umtalsverð raunlækkun á áfengisgjaldi, einkanlega á léttum vínum og bjór og að áfengisgjaldið skýrir ekki nema að mjög takmörkuðu leyti verðlagninguna á áfengum drykkjum á veitingahúsum




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband