Heimsfréttir sagđar af láti Fischer

Bobby FischerBobby Fischer naut gríđarlegs álits fyrir skáksnilli sína um víđa veröld. Ţrátt fyrir ađ ár og dagur sé liđinn frá velmektardögum hans viđ skákborđiđ, naut hann virđingar til dánardćgurs fyrir einstaka snilli sína. Ţetta endurspeglađist í umfjöllun fjölmiđla á heimsvísu um lát hans.

Ég var staddur í Berlín, höfuđborg Ţýskalands, ţegar andlát snillingsins spurđist út. Tíđindin bárust mér í gegn um fréttir í ţýskri útvarpsstöđ ţar sem ţau voru sögđ innan um stórfréttir dagsins. Síđar ţann dag sá ég umfjöllun BBC World og CNN um andlát kappans frćkna. Ferill hans var rakinn og hátindur ţess talinn skákeinvígiđ í Reykjavík áriđ 1972. Síđan var ţađ rakiđ nákvćmlega hvernig Íslendingar komu Fischer til bjargar á örlagastundu. Allar voru ţessar fréttir sagđar af hlýhug og góđri meiningu og greinilegt ađ ţćr voru flokkađar međ helstu fréttum heimsins ţennan dag.

Daginn eftir mátti sjá sams konar umfjöllun í dagblöđunum erlendis. Breska blađiđ The Times, sem virđingar nýtur um allan heim, birti stóra mynd af Fischer á forsíđu, ítarlega umfjöllun inni í blađinu og stóra minningargrein, eins og blađiđ birtir bara um mektarfólk. Og aftan á ţýsku stórblađi sá ég heilsíđu grein undir fyrirsögninni, Konungurinn er látinn.

Á nćstu dögum skýrist vćntanlega hvernig útför ţessa mikla snillings verđur háttađ. Viđ viljum auđvitađ sýna honum fullan sóma og slíkt megnum viđ vonandi ađ gera í samvinnu viđ nánustu ćttingja og vandamenn hans.

En eitt er ţó alveg ljóst. Lokiđ er merkum kafla í skáksögunni međ láti Bobby Fischer. Nafn hans verđur um ókomna tíđ bundiđ Íslandi órjúfanlegum böndum. Af ţeim ástćđum og af mannúđarástćđum einnig, var ţađ sjálfsagt ađ veita honum skjól ţegar mikiđ lá viđ. Ţađ var ekki augljóst ţegar ţau mál komu fyrst til tals. En fyrir framgagn vina hans hér og vegna góđra undirtekta margra, ekki síst Davíđs Oddssonar ţáverandi forsćtisráđherra, var málinu róiđ í heila höfn. Ţađ var ţví kannski táknrćn tilviljun ađ dánardagur snillingsins bar upp á 60 ára afmćlisdag forsćtisráđherrans fyrrverandi.




« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband