Verða Icesave samningarnir staðfestir?

icesaveÁlitsgjafar hafa í fjölmiðlum velt fyrir sér pólitískri stöðu Icesave málsins. Hvort það hafi meirihlutastuðning á Alþingi og hvort Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands muni staðfesta lög sem gefa ríkisstjórninni heimild til að skuldbinda þjóðinna til að ábyrgjast greiðslur upp á 650 milljarða króna.

Þetta eru algjörlega ástæðulausar vangaveltur.

Tökum fyrst spurninguna um þingmeirihlutann og veltum fyrir okkur hvers konar samningar það eru sem ríkisstjórnin vill gera við Hollendinga og Breta.

Hér er um að ræða samninga um mál sem hafa staðið yfir frá því í haust. Í húfi eru 650 milljarðar sem eru afleiðing af Icesave reikningum þeim sem Landsbankinn bjó til á sínum tíma. Þetta er engin smáupphæð. Sjálfsagt einhver stærsta skuldbinding okkar sem þjóðar frá upphafi. Við erum í raun í ábyrg fyrir allri upphæðinni þar til ljóst er hvað inn á hana greiðist.

Slíkan risasamning gerir engin ríkisstjórn sem vill láta taka sig alvarlega nema vera búin að ganga úr skugga um það hvort hún geti fullnustað hann með samþykkt Alþingis. Ríkisstjórnin hefur ekki leitað eftir stuðningi okkar sjálfstæðismanna við þennan samning, né annarra stjórnarandstöðuflokka. Ríkisstjórnin reiðir sig því bersýnilega á stuðning sinna þingmanna, eins og eðlilegt má telja. Út frá því verður þess vegna að ganga að meirihluti sé fyrir þessum samningi með fylgi stjórnarliða; hvað svo sem þeir segja í umræðunni. Annað er algjörlega útilokað.

Eða ímyndum okkur að við Íslendingar gerðum samning af þessari gerð við aðrar þjóðir og að þær kæmu síðan að lokinni undirskrift og segðust ekki geta fullnustað hann. Það er einfaldlega óhugsandi staða sem kemur ekki upp í samskiptum siðaðra þjóða, svo einfalt er það.

Og varðandi spurninguna um hvort Ólafur Ragnar muni haga sér í þessu máli líkt og hann gerði í fjölmiðlamálinu forðum tíð. Stutta svarið við þeim vangaveltum er þetta. Nei, það mun hann ekki gera. Hann mun ekki gera ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna það. Það vita allir sem leiða að því hugann.

 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband