Til varnar Steingrími J. Sigfússyni


Ég var á fundi fyrir nokkrum árum og þá sagði einn fundarmanna að svo virtumst við Íslendingar stundum vera heillum horfnir að þó við dyttum niður á olíulind í lögsögunni okkar, þá væri allt eins víst að upp myndu rísa raddir sem myndu harma þann hlut alveg óskaplega. Þá var hlegið dátt.

OilRig Olíuborpallur. Þingmenn Norðausturkjördæmis sammæltust um að flytja tillögu um uppbyggingu á Norðausturlandi, til þess að geta stundað olíuvinnslu á Drekasvæðinu

Fundarmenn tóku þetta augljóslega sem eins konar fjarstæðu, sem gaman væri þó að skemmta sér við. Hver ætti svo sem að fúlsa við því að finna olíulind í bakgarðinum hjá sér?

En svona er nú heimurinn skrýtinn. Þegar fréttir berast af því að okkur að kostnaðarlausu séu erlendir og íslenskir aðilar tilbúnir að leggja marga milljarða í olíuleit í lögsögu okkar, þá eru háværustu viðbrögðin, mótmæli og hörð gagnrýni á stjórnvöld fyrir að heimila slíkt.

Þetta er auðvitað stór furðulegt, en svo sem í ætt við svo margt annað sem veður uppi í samfélaginu þessi misserin.

Ætli þetta tíðkist í öðrum löndum? Varla. Eða standa harðar og víðtækar deilur um það í Noregi, að nýta olíulindirnar í lögsögu landsins? Hafa Bretar harmað þann hlut sinn að eiga aðgang að olíu í Norðursjónum? Vitaskuld ekki.

En þessu er sem sagt öfugt farið hér á landi. Brandarinn sem sagður var í hálfkæringi fyrir nokkrum árum og öllum fannst þá hlægileg fjarstæða, er orðinn að einhvers konar þjóðfélagslegum spádómi; sem engan óraði þó fyrir.

Auðvitað blasir við öllum að olíuleitin hefur það markmið að hægt verði að hefja olíuvinnslu, ef vel tekst til.

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG liggur nú undir miklu ámæli fyrir að hafa staðið að olíuleitinni fyrir hönd íslenska ríkisins. Það er sagt að hann sé að svíkja hugsjónir sínar, með því háttalagi sínu. Þetta er ósanngjarnt. Steingrímur liggur að vísu vel við höggi í slíkum áróðri, eftir að hafa svikið mörg baráttumál flokks síns á kjörtímabilinu líkt og allir þekkja. En í þessu máli er hann ekki að svíkja neitt. Hann hefur þvert á móti verið stuðningsmaður olíuleitar um árabil og því tilefnislaust að bregða honum um svik, þó hann standi fyrir því að auðvelda innlendum og erlendum fjárfestum að halda til olíuleitar í íslenskri lögsögu.

Steingrímur J. Sigfússon var meðflutningsmaður að þingsálylktunartillögu sem Kristján Þór Júlíusson var fyrsti flutningsmaður að. Tillagan var lögð fram  á Alþingi  14. desember árið 2007 og mælt fyrir henni 29. janúar árið 2008. Tillögugreinin var svo hljóðandi:

 " Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að aðstoða sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp við að undirbúa og kanna þörf á starfrækslu þjónustumiðstöðvar sem gæti annast alla helstu þjónustu hérlendis við skip sem leita olíu á Drekasvæði."

Það er í anda þessa sem Steingrímur J. Sigfússon er núna að vinna. Hann er ekki að svíkja sínar yfirlýsingar. Ekki í þetta sinn amk.

Hins vegar er það eftirtektarvert að þessi stefna sem formaður VG hefur fylgt að minnsta kosti í 5 ár, fær nú daglega einn gúmoren frá hverjum pótentátinum á fætur öðrum í sjálfu málgagni VG, Smugunni og jafnvel umhverfsráðherrann, Svandís Svavarsdóttir gagnrýnir formanninn sinn, undir rós,í VG málgagninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband