Jón Bjarnason þvældist fyrir tangó - dansparinu

 

Hreinsunardeild Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs beið með sínar pólitísku jólahreingerningar fram yfir áramót að þessu sinni. Jóni Bjarnasyni var varpað út úr ríkisstjórninni á gamlársdag 2011. Nú var beðið nýs árs og því heilsað með því að setja hann út úr nefndum Alþingis. Það var gert í gær.

Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur  lýsir hinni pólitísku stöðu ágætlega út frá hagsmunum Samfylkingarinnar og  kjaftar svo  frá því hvaða augum VG er litið í ranni samstarfsflokksins. Hann segir: „En það þarf tvo í tangó því miður hafa ekki aðrir gefið sig fram í ESB dansinn við SF en núverandi samstarfsflokkur. Með honum höfum við komist þessa leið og með honum erum við enn að.“

1155010_tango_2_silhouette Jón Bjarnason var greinilega ekki fimur á þessu dansgólfi og truflaði hið glæsilega danspar Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur. Honum var því varpað út fyrir dyrnar.

Þarna er stöðunni lýst ágætlega. Samfylkingin átti engra kosta völ við stjórnarmyndun varðandi ESB. Það vildi enginn semja við hana um ESB aðild; nema VG, sem seldi frá sér öll sín helgustu loforð. VG hefur verið þægur taglhnýtingur Samfylkingarinnar í ESB  málinu og er enn að.

Skýrara getur það ekki verið.  Og til þess að allt gengi gengið vel og verklega áfram, þarf að ryðja þeim úr vegi sem þvælast fyrir á dansgólfinu og trufla tangóinn.  Jón Bjarnason var greinilega ekki fimur á þessu dansgólfi og truflaði hið glæsilega danspar Steingrím J. Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur.  Honum var því varpað út fyrir dyrnar.

Það er táknrænt að þetta gerist sama dag og sett er á svið leikrit í ESB farsanum. Nú er sagt að hægja eigi á ESB viðræðunum. VG hrósar stórsigri, en Samfylking segir þetta engu breyta. Allir sjá hins vegar að þetta hefur þann eina tilgang að bjarga ríkisstjórnarflokkunum og lífi ríkisstjórnarinnar. Þjóðarhagsmunir koma þar hvergi við sögu.

Með því að reka Jón Bjarnason úr nefndum Alþingis , m.a utanríkismálanefnd, telur stjórnarmeirihlutinn sig geta komið í veg fyrir að meirihluti utanríkismálanefndar  standi að tillögu sem Jón Bjarnason hugðist flytja með fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um stöðvun  aðildarviðræðna. Það gátu stjórnarflokkarnir ekki hugsað sér og gildir það sama um þá báða.

Þetta  var nægjanlegt tilefni til þess að ýta Jóni Bjarnasyni út úr nefndum Alþingis. Eða er einhver önnur ástæða fyrir því að honum er varpað á dyr í nefndarstarfi á vegum  VG?

Forystu VG og þingflokki eru ótrúlega mislagðar hendur þessi dægrin. Það gengur þeim eiginlega allt í mót. Smám saman er að flysjast af flokknum fylgið enda flokkurinn stöðugt að þrengjast og verða æ óðaðgengilegri þeim sem kusu hann fyrir fjórum árum.

Áfram heldur þessi vegferð. Í hugum samstarfsflokksins er hann fyrir löngu orðinn ofurseldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband