Færsluflokkur: Blogg
26.5.2009 | 08:41
Eru kosningar tæknilegt úrlausnarefni?
Tafir á afgreiðslu láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er farið að valda skaða í efnahagsmálum okkar. Þessar tafir vekja spurningar um trúverðugleika efnahagsstefnu stjórnvalda, þær valda þrýstingi á krónuna og munu spila inn í ákvörðun um stýrivexti...
25.5.2009 | 11:23
Í tilefni af 80 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins
Í tilefni af 80 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins sem er í dag, skrifar Bjarni Benediktsson formaður flokksins athyglisverða grein í Morgunblaðið. Í greininni ræðir hann meðal annars hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins í ljósi þeirra efnahagsvandræða...
22.5.2009 | 10:04
Engin sátt um hina pólitísku hrákasmíð
Tvennt bar einkum til tíðinda í utandagskrárumræðunni sem ég efndi til í fyrradag um fyrningarleið í sjávarútvegi. Hið fyrra var að ríkisstjórnin hefur sett fyrningartillögur sínar inn í stjórnarsáttmálann algjörlega undirbúningslaust. Ég spurði...
18.5.2009 | 22:50
Málflutningi forsætisráðherrans afneitað
Það er greinilega farið að styttast í kveikiþræðinum í ríkisstjórnarsamstarfinu þegar kemur að ESB málum. Óskoraða athygli vakti, að burðarásinn í stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld, var áherslan á ESB aðild. Þar var málflutningurinn einfaldur:...
15.5.2009 | 17:08
Klækjarefirnir komnir á kreik
Borgarahreyfingin lét klækjarefina í Samfylkingu og hjá Vinstri grænum plata sig strax á fyrsta degi. Með því að ganga til liðs við ríkisstjórnarflokkana við kjör i nefndir má segja að hreyfingin hafi brotið tvö megin prinsipp sín. Í fyrsta lagi er...
13.5.2009 | 10:42
Hreinræktaða útgáfan
Nú er sagt að runnir séu upp sögulegir tímar, af því að hér hafi verið mynduð hreinræktuð vinstristjórn. Þetta orða svo, meðal annarra ráðherrar ríkisstjórnarinnar, svo þetta er þeim örugglega þóknanleg samlíking. Hinar fyrri vinstristjórnir hafa...
11.5.2009 | 09:46
Nú verður hlegið hátt í Brussel
Það fór svo að ríkisstjórnin magalenti í sínu stærsta máli, ESB málinu. Þessi makalausa lending, að annar stjórnarflokkurinn styður niðurstöðu málsins, en hinn er klofinn í guðveit hvað marga parta, er ótrúlegt klúður sem veikir ríkisstjórnina frá...
5.5.2009 | 08:41
Út og suður pólitíkin
Lending ríkisstjórnarflokkanna í ESB málinu var alltaf fyrirsjáanleg. Þetta var bara spurning um aðferðafræði. Markmiðið var alltaf skýrt. Að koma málum þannig fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir gætu sem mest fjarlægt sig frá ákvörðuninni, þannig að...
3.5.2009 | 23:00
Það liggur ekkert á !
Stjórnarmyndunarleikritið er eingöngu illa ófyndinn farsi. Eða hvað er hægt að segja um stjórnarmyndunar-viðræður sem standa í heila viku áður en fyrsti starfshópurinn, um þau mál sem mest eru knýjandi, kemst á koppinn. Það blasir við risaverkefni í...
30.4.2009 | 09:32
Tvöfalt kjaftshögg frá ríkisstjórninni
Nýjar verðbólgumælingar valda vonbrigðum. Vegna veikingar á gengi krónunnar hækkar verðlag, á þeim tíma sem ella væru forsendur fyrir afar lítilli verðbólgu og jafnvel tímabundinni verðhjöðnun. Þessa ólánsþróun er eingöngu hægt að skrifa á...